20.10.1953
Efri deild: 6. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 41 í B-deild Alþingistíðinda. (23)

14. mál, kosningar til Alþingis

Lárus Jóhannesson:

Herra forseti. Frsm. þessa máls, hv. 2. þm. Árn. (SÓÓ), hefur fjarvistarleyfi og hefur beðið mig að hlaupa í skarðið fyrir sig við framsögu þessa smámáls.

Eins og ástæður brbl. bera með sér, þótti rétt að gera með brbl. þá breyt. á 1. málsgr. 39. gr. l. nr. 80 7. sept. 1942, um kosningar til Alþingis, að gömlu flokkarnir héldu sínum bókstaf, en nýir flokkar fengju bókstaf í áframhaldandi stafrófsröð, eftir því sem heiti flokkanna gaf tilefni til. Var þetta auðvitað gert til að koma í veg fyrir, að flokkarnir hefðu mismunandi bókstafi við mismunandi kosningar, sem gat komið á ruglingi. — Allshn. hefur athugað frv. og álítur, að þetta sé rétt og sanngjörn regla til frambúðar, og hefur því einróma leyft sér að leggja til við d., að frv. verði samþykkt.

Ég skal rétt aðeins geta þess, að fyrirsögn frv. er dálítið óvenjuleg, vegna þess að þar er talað um breyt. á einni gr. í lögum, en venjan er sú, að talað er um breyt. á l. í heild, þó að aðeins sé breyt. einni grein. Verður það athugað nánar til 3, umr., hvort ástæða sé til þess að breyta því.