05.04.1954
Efri deild: 77. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 235 í C-deild Alþingistíðinda. (2401)

165. mál, ríkisborgararéttur

Frsm. (Lárus Jóhannesson):

Herra forseti. Ég tók það fram við 2. umr. þessa máls, að allshn. hefðu þá nýlega borizt 11 umsóknir, sem yrðu teknar til meðferðar í n. fyrir 3. umr.

N. hefur athugað þessar umsóknir og borið fram brtt. á þskj. 658, þar sem hún leggur til, að teknir verði til viðbótar inn í frv. 4 menn. Þessir 4 menn uppfylla allir þau skilyrði, sem n. setti sér og lagði til að þd. samþ. Það er því engin breyting gerð á því, sem samþykkt var við 2. umr., með því að leggja til, að þessir menn verði felldir inn í frv.