31.03.1954
Efri deild: 74. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 259 í C-deild Alþingistíðinda. (2446)

189. mál, prófesorsembætti í læknadeild Háskóla Íslands

Jóhann Jósefsson:

Ég sé nú ekki, að það sé neinn skaði skeður, þó að deildinni sé gefið tækifæri til þess að halda sinni fyrri stefnu í þessum málum, og treysti því fyrir mitt leyti, að hv. n., sem fær málið, muni hlusta á öll rök í því, ásamt því, að hún hefur haft tækifæri til þess að heyra ræðu hæstv. ráðh. um þetta mál. Ég mun fyrir mitt leyti gera ráðstafanir til þess, að fram komi meiri rök og kannske betri en ég hef fram að færa í þessu, vegna þess að ég hef ekki neina sérþekkingu á þessum málum. En ég veit, hvað skeð hefur í máli þeirrar greinar, sem ég hef hér talað fyrir, og sé þess vegna ekki ástæðu til þess að láta kyrrt liggja að leggja fram þessa brtt. Það fer þá um hana sem verða vill, en ég treysti hv. n. til þess að líta á málið jafnt frá þeirri hliðinni, þó að málfærslan sé hér í hv. d. nokkuð einhliða í málinu.