09.12.1953
Efri deild: 30. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 154 í B-deild Alþingistíðinda. (249)

15. mál, sjúkrahús o. fl.

Frsm. (Ingólfur Flygenring):

Herra forseti. Þetta mál um sjúkrahús er til 3. umr., en í morgun var vakin athygli mín á því, að hér vantaði inn í tilvitnun í ein lög, sem ætti að fylgja 2. gr. Þess vegna vill heilbr.- og félmn. koma með þessa brtt. við frv. til l. um breyt. á l. nr. 30 19. júní 1933, um sjúkrahús o.fl.: „Við 2. gr. Á eftir orðunum „samkv. l. nr. 24 20. apríl 1949“ í 2. málsgr. kemur: og l. nr. 24 16. febr. 1953.“ Þetta hafði fallið niður, en þarf að fylgja, til þess að lögin, sem tilheyra þessu máli, séu eins og þau þurfa að vera. Ég vildi fá forseta þessa till.