07.10.1953
Neðri deild: 4. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 155 í B-deild Alþingistíðinda. (256)

5. mál, stimpilgjald

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Það kom í ljós nú á milli þinga, að ekki eru skýr ákvæði í lögum um það, hvernig stimpla skuli svo nefnd ábyrgðartryggingarskírteini. En það er nokkurt nýmæli hér í tryggingarstarfsemi, að menn geta keypt ábyrgðartryggingu. Þurfti því að bæta úr þessu fljótlega, og var ekki um annað að ræða en að gefa út um þetta brbl. Eru þau nú lögð hér fyrir hv. Alþ. til staðfestingar eða synjunar. Málið er einfalt og þarf ekki útlistunar við. — Ég leyfi mér að leggja til, að því verði vísað til hv. fjhn. að lokinni umræðunni.