29.03.1954
Efri deild: 72. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 667 í C-deild Alþingistíðinda. (2818)

186. mál, læknaskipunarlög

Frsm. (Vilhjálmur Hjálmarsson):

Herra forseti. Þetta kemur ekki glöggt fram í grg., en í bréfi landlæknis til n. er þess getið, að hann óski flutnings á málinu eftir að hafa rætt það atriði við hæstv. heilbrmrh, Ég hygg, að ég þurfi ekki að gefa á þessu frekari skýringu. Frv. er á þennan hátt til þingsins komið. Hitt gefur svo auga leið, að þegar svo mjög er liðið á þingtímann sem nú er, þá má heita alveg útilokað, að svo stór lagabálkur sem hér um ræðir nái efnislegri afgreiðslu á þinginu. Mér skilst eigi að síður, að það gæti greitt fyrir meðferð málsins á næsta þ., að það hefur verið lagt fram nú.