03.03.1954
Sameinað þing: 37. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 21 í D-deild Alþingistíðinda. (2868)

149. mál, þurrkvíar

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Herra forseti. Allshn. hefur athugað þessa þáltill. og leggur til, að hún verði samþ. óbreytt.

Eins og mönnum er kunnugt, þá hefur farið fram töluverð athugun um byggingu þurrkvíar, sem tæki allt að 18 þús. smál. skip, og hafa, að því er virðist, tvær n. starfað að þessum undirbúningi, a. m. k. hefur tvisvar verið ráðstafað, að undirbúningur færi fram. Samt sem áður er það svo, að einn þáttur þessa undirbúnings hefur ekki farið fram, og það eru samningar við bæjaryfirvöld þeirra staða. sem til greina koma að áliti þeirra, sem áður hafa fjallað um þetta mál, bæði um land fyrir þetta mannvirki og annað í því sambandi. Till. fylgir ýtarleg grg., og auk þess flutti flm. málsins ýtarlega ræðu, þegar hann við fyrri umr. gerði grein fyrir till., og læt ég mér nægja að öðru leyti að vísa til þessa tvenns.