03.03.1954
Sameinað þing: 37. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 397 í D-deild Alþingistíðinda. (3203)

145. mál, Grænlandsmál

Bernharð Stefánsson:

Herra forseti. Ég ætla ekki að fara að halda ræðu, heldur aðeins benda á, að í 16. gr. þingskapa stendur: „Til utanrmn. skal vísað utanríkismálum.“ Og svo kemur: „Utanrmn. kýs úr sínum hópi með hlutfallskosningu þrjá menn til ráðuneytis ríkisstj. um utanríkismál, enda skal stjórnin ávallt bera undir þá slík mál, jafnt milli þinga sem á þingtíma.“ M. ö. o., þingsköpin fyrirskipa það beinlínis, að utanríkismalum, sem þingið fjallar um, sé vísað til utanrmn. Ég vona, að hæstv. forseti, að svo miklu leyti sem hann fær við gert, fari eftir þingsköpum.