11.11.1953
Sameinað þing: 15. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 534 í D-deild Alþingistíðinda. (3384)

88. mál, mannanöfn

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Það var bara, að í sambandi við þessa fsp. langar mig til að fá upplýsingar um hjá hæstv. ráðh., hvernig þessi rannsókn fyrrverandi hagstofustjóra væri hugsuð. Það liggur fyrir á hagstofunni nafn á hverjum einasta manni í landinu. Um hvað er hann að spyrja presta, hvaða upplýsingar vantar hann frá þeim? Það var ákveðið á sínum tíma, að skrá yfir mannanöfn yrði prentuð í sambandi við hvert tíu ára manntal. Það var gert í fyrstu, en svo hefur það ekki verið gert síðustu árin. Og þegar ég hef spurzt fyrir um það á hagstofunni, hvernig stæði á, að það væri hætt að prenta þetta eftir hvert tíu ára manntal og 1ofa manni að sjá, hvað allir menn í landinu hétu og hvað margir væru Jónar og margir væru Stefánar o. s. frv., o. s. frv., þá var mér sagt, að ríkisstj. hafi hætt við það. Er meiningin — og það var það, sem míg langaði til að vita — að prenta núna mannanafnaskrá, sem getur svo verið leiðbeinandi bæði fyrir prestana og aðra? Á áframhaldandi að hunza þau ákvæði l. að veita prestunum upplýsingar um þetta eftir hvert 10 ára manntal með því að lofa þeim ekki að sjá nöfnin, sem til eru í landinu? Þetta langaði mig til að fá að vita. Ættarnöfnin eru nú mörg, allt of mörg. Ætli það séu ekki átta hérna í þinginu með ættarnöfnum af 52? Ef þau eru álíka mörg hjá þjóðinni allri, þá mætti þeim gjarnan fækka. Og ég er ekki viss um, að eitt þeirra, sem notað er hér af þingmanni, sé löglegt. Ég fullyrði það ekki, en held það.