10.03.1954
Sameinað þing: 39. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 594 í D-deild Alþingistíðinda. (3459)

221. mál, sementsverksmiðja

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Út af fsp. frá hv. 8. þm. Reykv., sem hann hafði orð fyrir nú og las upp, vil ég taka fram eftirfarandi:

Ríkisstj. hefur undanfarið unnið að því að útvega fjármagn til byggingar sementsverksmiðju. Hefur verið lögð í málið mjög mikil vinna, sem ekki er ástæða til né tímabært nú að rekja í einstökum atriðum. Er þessu lánsútvegunarstarfi ekki lokið enn þá og því ekki hægt að vita, hver endanleg niðurstaða verður. Ríkisstj. mun gera allt, sem í hennar valdi stendur til þess að útvega fé til sementsverksmiðjunnar. — Frekari svör get ég ekki gefið nú.