07.10.1953
Efri deild: 4. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 322 í B-deild Alþingistíðinda. (347)

17. mál, Háskóli Íslands

Jóhann Jósefsson:

Herra forseti. Mig minnir, að hér hafi verið á ferðinni áður frv. viðvíkjandi háskólanum um fjölgun prófessora og að það muni fyrirfinnast í skjölum þessarar hv. d., að samþykkt hafi verið hér í hv. Ed. prófessorat í röntgen- eða geislalækningafræði. Í það sinn stöðvaðist málið í Nd., eftir að það hafði verið afgr. hér í þessari hv. deild, komst ekki lengra þá. En ég satt að segja man ekki, hvernig málið bar að á s. h þingi. Nú vildi ég mælast til þess við þá hv. n., sem þessu máli er vísað til, að athuguð væru afskipti þessarar hv. d. af svipuðu frv. um fjölgun prófessora á næstsiðasta þingi, að ég held, því að þá var hér gerð viss ályktun í því efni. Þau afskipti eru skjalfest í þingtíðindunum, og ef hv. menntmn. vildi svo vel gera að kynna sér það, sem þá var hér samþ., væri mér þökk á því.