04.03.1954
Neðri deild: 57. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1716 í B-deild Alþingistíðinda. (3606)

Afgreiðsla mála úr nefndum

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Þann 13. okt. á s. l. ári var frv. til l. um breyt. á l. um áburðarverksmiðju, sem ég flutti ásamt öðrum hv. þm., vísað til landbn. Nú er þetta frv. búið að liggja hjá þessari hv. nefnd allan októbermánuð, nóvembermánuð, desembermánuð, það af honum sem varið var til þingstarfa, og allan febrúarmánuð, og mér þykir sýnt, að hv. nefnd muni ekki ætla að afgr. þetta mál. Ég vil þess vegna leyfa mér að biðja hæstv. forseta að taka þetta mál nú til 2. umr. hið allra fyrsta til þess að fá úr því skorið, hvert fylgi málið hefur í þinginu.