04.03.1954
Neðri deild: 57. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1717 í B-deild Alþingistíðinda. (3609)

Afgreiðsla mála úr nefndum

Forseti (SB):

Af tilefni ummæla tveggja hv. þm., sem hér hafa talað utan dagskrár, vildi ég beina þeim tilmælum til þingnefnda yfirleitt, að þær skili frá sér málum, ljúki afgreiðslu þeirra eins fljótt og við verður komið.

Er 12. fundur í Ed., 30. okt., var settur, mælti forseti (Gís1J): Með því að deildin er ekki ályktunarfær, leyfi ég mér að taka nafnakall til þess að sjá, hverjir eru fjarverandi.

[9. þm. (AE, BBen, BrB, FRV, GÍG, HG, HermJ, JJós, LJóh) voru fjarstaddir.

AE hafði fjarvistarleyfi.]

Með því að ekki eru nema 8 menn mættir og deildin ekki ályktunarfær, verður fundinum frestað fyrst um sinn.