17.12.1953
Efri deild: 40. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1734 í B-deild Alþingistíðinda. (3661)

Þingfrestun og setning þings að nýju

Haraldur Guðmundsson:

Ég vil leyfa mér að þakka hæstv. forseta góðar óskir. Jafnframt vil ég bera fram þakkir til hans fyrir gott samstarf á þeim hluta þingsins, sem liðinn er, röggsama og hlutdrægnislausa fundarstjórn. Að lokum leyfi ég mér að bera fram — ég hygg fyrir hönd allra hv. þingmanna í deildinni — óskir til hæstv. forseta og fjölskyldu hans um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Ég vænti, að hv. deildarmenn taki undir óskir mínar með því að risa úr sætum. — [Dm. risu úr sætum.]