02.03.1954
Efri deild: 55. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1427 í B-deild Alþingistíðinda. (3707)

84. mál, kirkjubyggingasjóður

Ingólfur Flygenring:

Herra forseti. Það er nú ósköp fátt að segja um þetta. Það var aðallega rætt fyrr við 2. umr. En þá kom fram brtt. frá hv. þm. Barð. á þskj. 203, og það var tekið fyrir af n. til umr., en engin afstaða tekin um afgreiðslu.

Í frv. á þskj. 120 segir í 3. gr., að lánið skuli veitt gegn 1. veðrétti í kirkjuhúsinu. Það fær eigi staðizt, og er því komin brtt. fram á þskj. 403, að árlegar tekjur kirkjunnar skuli vera til tryggingar láninu.

Kirkjuráð mælir eindregið með frv., svo sem bréf þess vottar, og vil ég leyfa mér að lesa það, með leyfi hæstv. forseta:

„Úr fundarbók kirkjuráðs 19. febr. 1954. Eftir ósk menntmn. Ed. Alþingis lagði biskup fram til umsagnar frv. það um Kirkjubyggingasjóð, er nú liggur fyrir þinginu. Samþykkti ráðið einróma svofellda ályktun:

Kirkjuráðið telur hina mestu nauðsyn. á, að sem ríflegastur styrkur verði af opinberri hálfu veittur til kirkjubygginga í sóknum landsins, og eins, að fullnægjandi lánsupphæðir standi þeim til boða. Vill það því mæla eindregið með frv. því um Kirkjubyggingasjóð, sem nú liggur fyrir Alþ., og telur að það, ef að lögum yrði, mundi mjög bæta úr brýnni þörf.“

Þessi fundargerð kirkjuráðs ásamt fjölmörgum samþykktum sóknarfólks um land allt er ótvíræð sönnun þess, að um fallan vilja almennings er að ræða.