15.12.1953
Sameinað þing: 26. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 535 í B-deild Alþingistíðinda. (459)

1. mál, fjárlög 1954

Forseti (JörB):

Í kvöld verður ræðutími hvers þingflokks 45 mín., og skiptist hann í 3 umferðir, 20, 15 og 10 mín. Ef einhver flokkur fer fram úr ákveðnum ræðutíma í 1. og 2. umferð, styttist að sama skapi ræðutími hans í 3. umferð. Hins vegar má flokkur ekki geyma sér til 3. umferðar ræðutíma, sem hann notar ekki að fullu í 1. og 2. umferð.

Röð flokkanna verður þessi: 1) Sósfl., 2) Alþfl., 3) Sjálfstfl., 4) Þjóðvfl. og 5) Framsfl.

Hv. 9. landsk., Karl Guðjónsson, tekur til máls og talar af hálfu Sósfl.