09.11.1953
Efri deild: 17. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 705 í B-deild Alþingistíðinda. (633)

93. mál, réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Ég vil leyfa mér að segja það til stuðnings minni till. um að vísa málinu til fjhn., að þessa löggjöf verður nánast að skoða sem eins konar viðauka við launalögin, og hefur verið þannig að þessum málum unnið nú á síðara stigi undirbúningsins, að svo væri. Þess vegna finnst mér alveg eðlilegt, að þetta frv. fari til fjhn. eins og launalögin á sínum tíma og eins og þau gera ætið, þegar þau eru hér til meðferðar. Það er í raun og veru ekki hægt að slíta sundur ákvæði um sjálfar launagreiðslurnar og ákvæðin um réttindi og skyldur.