24.03.1954
Neðri deild: 67. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 743 í B-deild Alþingistíðinda. (683)

167. mál, tollskrá o. fl.

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Fyrir nokkru var sett milliþn. til þess að endurskoða tollskrána frá því sjónarmiði, hvort iðnaðurinn hefði hæfilega tollvernd, byggi við viðunandi lífskjör. Nefndin hefur skilað áliti, og álitið hefur verið athugað í fjmrn. og ráðuneyti iðnaðarmála. Á till. n. hefur verið byggt það frv., sem hér liggur fyrir. Í frv. er gert ráð fyrir verulegri lækkun á tollum á ýmsum hráefnum til iðnaðarins. En fáar aðrar breytingar, sem máli skipta, eru í frv.

Ég vil leyfa mér að óska þess, að þessu máli verði vísað til hv. fjhn. að lokinni þessari umr., og vonast eftir því, að n. greiði fyrir málinu, þar sem hugmyndin var að fá það gert að lögum á þessu þingi.