06.04.1954
Neðri deild: 78. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 750 í B-deild Alþingistíðinda. (691)

167. mál, tollskrá o. fl.

Frsm. (Skúli Guðmundsson):

Fjhn. hefur hér till. að flytja um breyt. á frv., en till. er nýlega samin og hefur ekki verið prentuð, og þarf ég því að afhenda forseta hana skriflega. Vil ég, með leyfi hæstv. forseta, lesa till. upp. Það er brtt. við 2. gr. frv., og er lagt til, að 3. liður þeirrar greinar verði orðaður um, að upp verði tekinn í till. liðurinn eins og hann nú er, þ.e.a.s. heimild til að endurgreiða aðflutningsgjöld af efni, vélum og tækjum í skip og báta, sem smíðaðir eru innanlands. Má miða endurgreiðsluna við tiltekna fjárhæð á hverja rúmlest. Þá er lagt til, að við þetta bætist nýr stafliður, þannig: „Að endurgreiða verksmiðjum, sem framleiða rafmagnsspenna, aðflutningsgjöld eða hluta af þeim af efnivörum þeirra.“ Þarna er að nokkru leyti tekið upp etni úr brtt. á þskj. 639, sem hv. 1. landsk. lagði fram við 2. umr. En n., þ.e.a.s. að þeim nefndarmanni undanteknum, telur ekki fært að ganga lengra til móts við hans till., og ef hann tekur þær ekki aftur við atkvgr., þá mælir meiri hl. n. gegn því, að þær verði samþ. Sama máli er að gegna um aðrar brtt., sem fyrir liggja á þskj. 686, að n. getur ekki mælt með þeim. Aðrar brtt. liggja ekki fyrir að svo komnu a.m.k. — Vil ég þá afhenda forseta þessar skriflegu brtt. frá nefndinni.