06.04.1954
Neðri deild: 78. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 750 í B-deild Alþingistíðinda. (693)

167. mál, tollskrá o. fl.

Frsm. (Skúli Guðmundsson):

Herra forseti. Það hefur orðið að ráði, að fjhn. flytji hér enn eina brtt. við frv., skriflega. Þessi till. er um það að fella niður úr 1. gr. frv. 100. tölul. Sá liður var settur inn í frv. í hv. Ed., og er þarna um að ræða nokkra breytingu á tolli af strigaskóm með gúmmíbotnum. N. leggur sem sagt til, að þessi liður verði felldur niður úr frv. og það að þessu leyti fært í sitt upphaflega horf. Leyfi ég mér að afhenda forseta þessa brtt. og óska, að hann leiti afbrigða um hana.