29.03.1954
Neðri deild: 72. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 765 í B-deild Alþingistíðinda. (728)

170. mál, almannatryggingar

Frsm. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. í þessu frv. felst það, að dánarbætur vegna lögskráðra sjómanna eru hækkaðar talsvert frá því, sem gert er ráð fyrir í núgildandi lögum um almannatryggingar. T.d. hækka ekkjubætur úr rúmum 14 þús. upp í rúm 36 þús. kr. Er þetta frv. fram horið í samræmi við samkomulag, sem varð milli samtaka sjómanna og útvegsmanna í kjaradeilu þessara aðila um s.l. áramót, en þá var gefið vilyrði um það af ríkisvaldinu, að frv. um umrædda lagabreytingu skyldi borið fram. Þetta hefur í för með sér allmikla útgjaldaaukningu fyrir sjómannatrygginguna. Hún mun nema tæpum 800 þús. kr. En iðgjöld munu verða hækkuð til sjómannatryggingarinnar um ca. 6 kr. á viku til þess að mæta þessari útgjaldaaukningu. — Heilbr.- og félmn. varð á einu máli um að mæla með samþykkt þessa frv.