31.03.1954
Efri deild: 74. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 780 í B-deild Alþingistíðinda. (780)

183. mál, Framkvæmdabanki Íslands

Frsm. (Lárus Jóhannesson):

Herra forseti. Fjhn. hefur athugað frv. það, sem hér er til umr., og leggur til, að frv. verði samþ.

Í athugasemdum við frv. er tekið fram, að ef Framkvæmdabankinn taki lán í því skyni að láta féð til sementsverksmiðjunnar, þá falli niður sú lánsheimild, sem þegar er fyrir hendi í lögum um hana, að upphæð 46 millj. kr. Þetta ákvæði hefur n. þótt réttara að kæmi inn í frv. sem sérstök grein og gerir till. um, að svo verði.

Ég sé svo ekki ástæðu til að fjölyrða um þetta mál, sem liggur alveg ljóst fyrir.