06.04.1954
Efri deild: 78. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 982 í B-deild Alþingistíðinda. (927)

179. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Frsm. meiri hl. (Gísli Jónsson):

Herra forseti. Fjhn. hefur athugað það frv., sem hér um ræðir, á einum fundi og borið það saman við gildandi skattalöggjöf, enda eiga sæti í n. tveir af þeim hv. þm., sem einnig eiga sæti í mþn., sem undirbúið hefur málið og gengið hefur frá till., og voru þeir því að sjálfsögðu mjög kunnugir málinu. N. gat ekki orðið sammála um afgreiðslu málsins. Fjórir nm. vildu láta samþ. frv. óbreytt til 3. umr., en hafa þó þann fyrirvara, að þeir vilja taka til athugunar á milli umræðna þær brtt., sem fram hafa komið í sambandi við formsbreytingar á hinum ýmsu gr. frv., og munu þeir þá skila munnlegu áliti sínu um þau atriði, áður en 3. umr. fer fram. Hv. minni hl. vildi hins vegar ekki samþ. frv. óbreytt og hefur því klofið n. og getið út sérstakt nál., og gerir hann grein fyrir afstöðu sinni þar.

Eins og kemur fram í grg. frv., þá er hér um að ræða breyt. á skattalöggjöfinni til þess að standa við það fyrirheit, sem hæstv. ríkisstj. gaf um lækkun skatta á yfirstandandi ári, þær brtt., sem stjórnarflokkarnir hafa komið sér saman um að samþ. yrðu á þessu þingi. Með tilvísun til þessa var ekki ástæða til þess fyrir hv. fjhn. að verja löngum tíma í að athuga frv. og þá m.a. vegna þess, eins og ég tók fram hér áðan, að tveir af nm. voru þaulkunnugir málinu og höfðu m.a. unnið að undirbúningi þess í mþm. Meiri hl. n. leggur því til, eins og ég sagði áðan, að frv. verði samþ. óbreytt við þessa umr.

Þótt fram hafi komið í grg. frv. mjög glögg lýsing á innihaldi frv. og þótt hins vegar hæstv. fjmrh. gerði hér ýtarlega grein fyrir frv. við 1. umr., þá þykir mér þó rétt að ræða nokkuð þetta stóra mál við þessa umr. og lýsa þá nokkuð þeim undirbúningi, sem fram hefur farið í sambandi við þessar breytingar, sem hér er lagt til við gerðar verði á skattalöggjöfinni.

Snemma á þinginu 1951 bar ég fram, eins og kunnugt er, till. um að afnema 1. um tekju- og eignarskatt. Þessi till. þótti þá bera nokkuð keim af skemmtilegri fjarstæðu, en alla tíð síðan hafa skattamálin verið einna efst á baugi allra mála hjá þjóðinni, bæði utan þings og innan og enn í dag er það þetta mál, sem allur almenningur hugsar um og krefst róttækra umbóta á. Þeir, sem um þessi mál hafa hugsað af alvöru, hafa meira og meira hallazt að minni skoðun á málinu, og þessi hópur er orðinn stærri með degi hverjum. Annars skal ég ekki verja tíma mínum hér til þess að ræða um þá till., hún bíður síns tíma. En till. sjálf og allar þær umr., sem fóru fram um hana, urðu beinlínis til þess, að þann 16. jan. 1952 var á Alþingi samþ. þál., sem fyrirskipaði heildarendurskoðun skattalaganna. Fjmrh. skipaði síðan hinn 12. febr. á sama ári 5 manna mþn. til þess að vinna þetta verk á grundvelli þál., og var hv. þm. V-Húnv., Skúli Guðmundsson, skipaður formaður þeirrar nefndar. Ég sé ekki ástæðu til þess að lesa hér upp innihald till., hún var m.a. lesin hér í gær, svo að hv. þm. er kunnugt um innihald hennar. Ég vil þó benda á eftirfarandi:

Það er ljóst af till., að Alþing: lagði beinlínis þá skyldu á herðar milliþinganefndarmannanna að undirbúa löggjöf, sem fæli í sér eftirfarandi ákvæði:

1) að beinu skattarnir til ríkis, bæjar- og sveitarfélaga, þ.e. það, sem almennt er kallað skattar og útsvör, verði sameinaðir í einn allsherjarskatt, er skiptist síðan á milli þessara aðila;

2) að ekki sé einasta skipting teknanna ákveðin í lögunum, heldur og skipting þeirra verkefna og þeirrar þjónustu, sem hver aðili fyrir sig skyldi annast fyrir það fé, sem honum yrði skipt út úr þeim sameiginlega skatti;

3) að hið sameiginlega gjald, sem þannig yrði á lagt, ofþyngdi ekki skattþegnunum; og

4) að tryggt verði með lögunum samræmi og réttlæti í álagningu gjaldanna.

Þetta er það verkefni, sem mþn. í skattamálum er falið að inna af hendi. Þetta er undirstaðan undir þeirri löggjöf, sem ætlazt var til að mþn. í skattamálum undirbyggi. Ég skal ekki ræða það hér, hvort það er yfirleitt mögulegt að fá samkomulag um slíka löggjöf, þar sem hún mundi á margan hátt brjóta niður aldagamlar venjur og réttindi og verða að byggjast upp frá grunni á nýjum viðhorfum. En hitt er ljóst, að það hlaut að taka langan tíma að koma henni á og þá alveg sérstaklega þeim þætti. sem snýr að bæjar- og sveitarfélögum, því að hvert það ákvæði. sem miðaði að linun skattþungans almennt, hlaut engu að síður að snerta bæjar- og sveitarsjóðina en ríkissjóðinn, og var þá nauðsynlegt að gera á móti einhverjar ráðstafanir, svo sem með yfirfærslu verkefna, sem þá þurfti að afla tekna fyrir á einhvern hátt, en allt hlaut þetta að verða svo flókið mál, að það var ekki þess að vænta, að því lyki á einu Alþingi.

Á fyrsta fundi mþn., sem haldinn var 12. febr. 1952, er bókaður mjög langur og ítarlegur listi yfir þau verkefni, sem n. er sammála um að rannsaka þurfi, áður en unnt sé að undirbúa þá löggjöf, sem hér um ræðir. Fyrsta atriðið á þeim lista er sameining skatta og útsvars í einn skatt. Í beinu framhaldi af þessari samþykkt er leitað margvíslegra upplýsinga og ýmsar till. bornar fram og ræddar í n. Þegar núverandi ríkisstj. tekur við völdum og gerir það að stjórnarsamningsatriði, að ný skattalög skuli afgreidd á þessu þingi og það á þann hátt, að fært verði til leiðréttingar það misræmi, sem orðið hefði vegna verðbreytinga, og lögin skyldu enn fremur stuðla að aukningu sparifjár meira en verið hefur, þá gerbreytist viðhorf og verkefni nefndarinnar, því að nú er henni markaður allt annar og þrengri lás en gert er í þál. Þegar ríkisstj. við afgreiðslu fjárlaga í des. s.l. gaf þá yfirlýsingu, að ákvæði hinna nýju skattalaga skyldu miðast við það, að gefið yrði eftir sem svaraði 20% af beinum sköttum til ríkissjóðs, miðað við gildandi skattalöggjöf, þá þreytist enn verulega viðhorf og verkefni nefndarinnar. Nú hlaut það að verða aðalverkefni hennar að ná samkomulagi um það, hvaða skattþegnar skyldu njóta þess afsláttar, í hvað ríkum mæli hver fyrir sig og á hvaða hátt. Auðveldast var að nota gildandi skattstiga og draga síðan 20% frá skattaupphæðinni. En slík aðferð var engin leiðrétting á skattalögunum og gat því ekki komið til mála nema að því leyti, sem ekki gæti orðið samkomula, um annað.

Í þessu sambandi þykir rétt að upplýsa, að eftir því sem næst varð komizt, nam álagður skattur árið 1953 á öllu landinu 64.3 millj. kr., og skiptist það sem hér segir: tekjuskattur lagður á persónugjaldendur er 47.1 millj. kr., tekjuskattur lagður á félög 10.1 millj. kr. og eignarskattur persónugjaldenda og félaga er aðeins 7.1 millj. kr. Af þessu var eignarskattur félaga ekki talinn vera yfir 1.5 millj. kr. Það er mjög athyglisvert, hversu bæði tekju- og eignarskattur félaganna er lítill hluti skattanna, sem kemur til af tvennu: að fjársterkustu félögin, svo sem Eimskipafélagið og samvinnufélögin, eru annaðhvort skattfrjáls eða njóta víðtækra skattfríðinda, og af hinu, að svo er nærri gengið fjárhag annarra félaga, að þeim er beinlínis fyrirmunað að safna fé. Gefa þessar niðurstöður sannarlega tilefni til að íhuga það í alvöru að gera öll félög, sem starfa að framleiðslu, iðnaði og öðrum þjóðnýtum störfum. algerlega skattfrjáls og ljúka þannig langri og erfiðri deilu um mismunandi skattfríðindi til félaga, sem starfa að sams konar verkefnum, en undir mismunandi félagsformi. Ég fyrir mína parta er í engum vafa um það, að ríkissjóður mundi að öðrum leiðum fá upp úr því miklu hærri tekjur en hann fær eftir frv., sem hér liggur fyrir, 8 millj. kr., sem gert er ráð fyrir að þessir gjaldendur greiði á næsta ári. Þetta mundi hleypa miklu meira lífi í öll viðskipti, og tekjur ríkissjóðs af ýmsum aukatekjum mundu að sjálfsögðu verða miklu meiri, ef sú leið yrði farin. Ef valin yrði sú leiðin að skipta nokkurn veginn jafnt 20% afslættinum á fyrrnefnda þrjá tekju- og eignaflokka, koma til frádráttar hjá persónutekjuskattþegnunum 9.4 millj. kr., hjá félagsskattþegnum 2 millj. kr. og hjá eignarskattþegnum 1.4 millj., eða alls 12.8 millj. kr. ríkisstj. hafði í yfirlýsingu sinni engin loforð gefið um það, hvernig afslættinum skyldi skipt á milli þessara aðila, og jafnvel ekki einu sinni ákveðið, að enginn skattþegn skyldi hækka í skatti samkv. hinum nýju skattalögum. En kröfur skattþegnanna til mþn. voru sem hér segir, þegar tekin eru upp meginatriði úr erindum og samtölum, sem á milli hafa farið, og mér þykir alveg sérstök ástæða til að lýsa einmitt þessum kröfum og hvernig mþh. í skattamálum og hæstv. ríkisstj. hafa gert sér far um að mæta þeim vegna þeirra ummæla, sem féllu hér frá hv. stjórnarandstöðu í gær í sambandi við það frv., sem hér liggur fyrir, þar sem þeir gagnrýndu mjög þau fyrirmæli, sem gefin eru hér í þessum lagabreytingum.

Fyrsta krafan var, að persónufrádráttur yrði hækkaður mjög verulega frá því, sem nú er, en hann er nú samkvæmt gildandi lögum 4131 kr. fyrir einhleyping og 8262 kr. fyrir hjón, hvar sem er á landinu. Persónufrádráttur fyrir barn er 3213 kr. í Reykjavík, en 2754 kr. annars staðar á landinu. Þessari kröfu er mætt á þann veg, að persónufrádráttur einstaklinga er hækkaður upp í 6500 kr., persónufrádráttur hjóna upp í 12 þús. og barna upp í 4500 kr. og jafnhátt um allt land.

Ég vil í sambandi við þetta leyfa mér að benda á, og alveg sérataklega út af ummælum hv. 4. þm. Reykv. (HG), áð till. þær, sem komu frá fulltrúa Alþfl. í mþn. um persónufrádráttinn, voru að hækka persónufrádráttinn upp í 7500 kr. fyrir einhleypinga, fyrir hjón upp í 15 þús. kr. og ómaga upp í 6500 kr. Ég geri ráð fyrir, að þetta hafi verið þær ýtrustu till., sem þeir hafi búizt við að yrðu samþ. í n., og ég vil einnig benda á í sambandi við þetta, að það komu frá öðrum mönnum í n. till. um miklu hærri persónufrádrátt, sem fulltrúi Alþfl. þá var andvígur að yrðu samþ., svo að það skýtur nokkuð skökku við þær fullyrðingar hjá hv. 4. þm. Reykv., þegar hann nú gerir kröfu um það, að persónufrádrátturinn sé hækkaður miklu hærra en er í frv. og miklu hærra en gögn liggja fyrir um að gerðar voru till. um á sínum tíma frá þeirra eigin flokksfulltrúa í nefndinni.

Önnur krafan til n. var að láta alla skattþegna njóta umreiknings á tekjum vegna verðbreytinganna, en hætta honum ekki við 68 þús. kr. tekjuupphæð, eins og nú er gert. Þessari kröfu er mætt hvað snertir alla persónuþegna. Með hinum nýja skattstiga fellur niður allur umreikningur teknanna, þ.e.a.s., það er nú aðeins lagður einn skattur á, einn skattstigi, sem gildir fyrir alla þegnana, og verðbreytingarnar hafa þar ekki áhrif á, og hjá sumum aðilum fellur einnig niður allur stríðsgróðaskattur og skattaviðauki, svo að tekjuskatturinn til ríkisins verður aðeins einn. Þó gildir þetta ekki um félagaskattinn.

Það er því ekkert að undra, þó að þeir aðilar, sem beittir hafa verið stórkostlegu ranglæti í sambandi við skattálagningin undanfarinna ára, nytu meiri hlunninda í sambandi við skattfríðindi á þessu ári, úr því að kröfur voru um það. Og um það var enginn ágreiningur í n., ekki heldur af hálfu fulltrúa Alþfl., að það væri sjálfsagður hlutur — alveg sjálfsagður hlutur — að leiðrétta þetta misræmi. Þess vegna er það, að þeir einstaklingar og hjón, sem hafa hærri tekjur en 68 þús. kr., fá miklu meiri fríðindi í sambandi við hina nýju skattstiga en þau höfðu áður, af því að misréttið er hér með leiðrétt. — Þetta þótti mér rétt að láta koma fram hér í sambandi við umr.

Þriðja krafan var, að tekjum hjóna yrði skipt til helminga og þau skattlögð hvort í sínu lagi eins og einstaklingar væru. Þessari kröfu hefur ekki verið mætt, og kom í ljós, að á því voru fjöldamargir erfiðleikar, jafnvel þótt ekkert takmark hefði verið sett um afslátt á tekjum, eins og ég skal skýra nú nokkru nánar frá með einföldu dæmi.

Einstaklingur, sem hefur 40 þús. kr. tekjur eftir hinum nýja skattstiga, greiðir 1580 kr. í tekjuskatt. Ef sömu tekjum hjóna yrði skipt til helminga og þau síðan skattlögð hvort í sínu lagi sem einstaklíngar, þá yrði skattur þeirra beggja 740 kr., eða 840 krónum lægri en skattur einhleypingsins. Hafi einhleypingur 60 þús. kr. tekjur, yrði skattur hans 4430 kr., en skattur hjóna af sömu tekjum aðeins 1680, eða 2750 kr. lægri en skattur einhleypings af sömu tekjum. Færi nú svo, að annað hjónanna félli frá og hitt héldi fullum launum, sem vel gæti verið, jafnvel þó að um konu væri að ræða, ef um væri að ræða lífeyrisgreiðslur eða tekjur af eignum, þá kæmi það hjónanna, sem á lífi er, til þess að greiða af þeim tekjum sem einstaklingur væri eða nærri þrefalt á við það, sem áður var, á meðan hjónin voru þæði á lífi. Má geta nærri, hversu vel slíkt ákvæði yrði liðið. Mér heyrðist það líka á hv. 4. þm. Reykv. og einnig á hv. 2. landsk., þegar þeir voru að ræða skatta einhleypinganna, að þeim þótti í fyrri hluta ræðu sinnar, að það væri gengið mjög á rétt einstaklinganna í skattstiganum, þar sem þeim væri gert að greiða miklu hærra en hjónunum, en í seinni ræðunni voru það hjónin, sem allt ranglætið var beitt gegn, miðað við annaðhvort eitthvað annað en einstaklingana eða þá við einstaklingana, þar sem þeir höfðu þá gleymt að minnast þeirra orða, sem þeir létu falla um þeirra skatt.

Það er hins vegar reynt að mæta þessu að nokkru leyti, þar sem litið var svo á, að sanngjarnt væri, að hjón greiddu sameiginlega lægri skatta af sömu tekjum en einstaklingarnir. Var því horfið að því ráði að byggja upp sérstakan skattstiga fyrir hjón. Samkvæmt þeim stiga greiða þau 990 kr. af 40 þús., eða 390 kr. minna en einstaklingur af sömu tekjum, og af 60 þús. greiða þau 2910 á móti 4430 á einstaklingi, eða 1655 kr. minna en einstaklingar af sömu tekjum. Hér er reynt að mæta með réttsýni þeim kröfum og óskum, sem komu frá þessum aðilum til n., og ég tel, að n. hafi síður en svo tekizt illa að mæta þeim óskum. Ég hygg, að það verði jafnvel miklu erfiðara að verja það gagnvart einstaklingunum, hvað bilið er þó mikið á milli hjóna og einstaklinga samkvæmt nýja skattstiganum, heldur en að verja það gagnvart hjónum, sem fá miklu meiri fríðindi í skattaálagningu en einstaklingarnir, ef þetta frv. verður óbreytt að lögum.

Fjórða krafan var, að laun ráðskonu yrðu gerð frádráttarbær, ef kona vinnur úti eða ef ógiftur maður eða ekkill heldur ráðskonu á heimilinu. Þessum kröfum er mætt að nokkru leyti. Vinni konan úti, er heimilað að draga frá skattskyldum tekjum fjárhæð, sem greidd er fyrir heimilisaðstoð, allt að því sem persónufrádrætti konunnar nemur að viðbættum 1/3 af persónufrádrætti fyrir hvert barn eða annan ómaga á framfæri í heimilinu, þó aldrei meira en sem nemur 2/3 af tekjum konunnar. Sama gildir um einstæðar mæður, er vinna úti, ekkla og ógifta menn, ef þessir aðilar hafa ómaga á framfæri sínu í heimilinu.

Fimmta krafan var, að kostnaður við heimilisstofnun verði frádráttarbær á því ári, sem heimilið er stofnað. Þessari kröfu er mætt. Upphæðin er þó takmörkuð við persónufrádrátt hjónanna, þ.e.12 þús. kr.

Sjötta krafan var, að iðgjöld af lífeyristryggingum og lífsábyrgðum verði gerð frádráttarbær. Þessari kröfu er mætt að verulegu leyti. Til frádráttar kemur hjá skattgreiðanda eða þeim, er iðgjald greiðir, allt að 10% af launum launtaka eða tekjum viðkomanda, þó ekki yfir 7 þús. kr. á ári. Er þetta miðað við hátekjur embættismanna. Eins og kunnugt er, þá greiða embættismenn nú 4% í lífeyrissjóð af sínum launum, á meðan þeir eru starfsmenn hjá því opinbera, en það opinbera greiðir á móti 6% og það er hvorugt skattskylt hjá embættismanni. Með þeim sömu rökum féllust nm. á, að það væri sjálfsagður hlutur að innleiða þetta einnig hjá þeim aðilum, sem hafa ekki keypt sér lífeyri hjá lífeyrissjóði áður, að þeir mættu láta allt að 10% af sínum launum, án þess að það væri skattskylt, og hér er um svo mikilsverð réttindi að ræða, að það eitt út af fyrir sig er stórkostleg réttarbót í sambandi við tekjuskattsálagningu. Heimilt er þó að veita hærri frádrátt undir sérstökum kringumstæðum, t.d. ef áður hefur verið samið um það í sambandi við launagreiðslur, enda haldi slíkir samningar gildi sínu. Frádráttarbær iðgjöld fyrir líftryggingarnar voru hækkuð úr 1000 í 2000 kr. Mþn. gerði mjög mikinn greinarmun á því, hvort væri um að ræða iðgjöld til líftrygginga, þar sem líftryggingarupphæðin sjálf er ekki skattskyld, þegar hún er greidd út eftir ákveðinn tíma, eða iðgjöld til lífeyrissjóða, þar sem lífeyrisbæturnar, sem greiddar eru árlega, eru skattskyldar samkvæmt lögum, þegar þær eru greiddar út á hverjum tíma. Þess vegna vildi hún einmitt taka upp skattfrelsi fyrir miklu hærri upphæð fyrir lífeyrisiðgjöld heldur en fyrir líftryggingariðgjöld.

Sjöunda krafan var um, að frádráttarbær verði fæðiskostnaður sjómanna á fiskiskipum, ef þeir þurfa að fæða sig sjálfir, og þessari kröfu er mætt að fullu.

Áttunda krafan var, að fiskimenn fái hlífðarfatakostnað frádráttarbæran. Þessari kröfu var mætt með þeim takmörkunum, að upphæðin takmarkast við 200 kr. á mánuði fyrir fiskimenn á bátum og 300 kr. fyrir háseta, bátsmenn og 2. stýrimann á togurum, en þessi fríðindi eru ekki veitt 1. stýrimanni, og kemur það til af því, að hann hefur fengið í sérstökum samningi miklu meiri skattfríðindi að öðrum leiðum, sem 2. stýrimaður hefur ekki fengið. Þótti því ekki réttlátt að láta það einnig gilda fyrir þá aðila.

Níunda krafan var, að fiskimenn fái 1/3 launa sinna skattfrjálsan. Þessari kröfu er ekki mætt, og liggja til þess tvær ástæður. Hin fyrri, að ákvæðið gat á engan hátt rúmazt innan þeirra takmarka, sem sett voru um upphæð afsláttarins, nema þá því aðeins að láta sama ranglæti ríkja og hefði verið, gera ekki neina tilraun til þess að leiðrétta það, og það þótti nm. ekki rétt. Hin síðari, að þótt svo hefði verið, var engan veginn unnt að ná því marki sem stefnt var að, þ.e. að tryggja veiðiflotanum nægilegt vinnuafl, þó að þetta ákvæði væri tekið í lög, eins og nú skal sýnt fram á. Meðaltekjur háseta á fiskiskipum fara tæplega mikið fram úr 40 þús. kr. á ári. Ef um kvæntan mann er að ræða, en barnlausan, greiðir hann 990 kr. tekjuskatt, en aðeins 520 kr., ef hann hefur 2 börn á framfæri sínu. Þótt þessar upphæðir yrðu felldar að fullu niður, mundi það að engu eða mjög litlu leyti breyta um aðstöðu hans til atvinnuleitar á fiskiskipi. Hins vegar munar þetta allmiklu meira fyrir yfirmenn og því meira sem þeir eru í hærri stöðum. En það eru ekki þeir menn, sem sérstakleg vöntun er á til starfa á fiskiskipin. Hér verður því að leita einhverra annarra úrræða til þess að bæta úr manneklu fiskiskipanna, ef það á að koma að haldi. Hæstv. ráðh. minntist einnig á þetta atriði í ræðu sinni í gær og komst eðlilega að sömu niðurstöðu. Og hv. 4. þm. Reykv. fullyrti raunverulega hér í gær, að þó að þessir menn væru gerðir skattfrjálsir, þá mundi það engu bæta um afstöðu þeirra til að leita sér atvinnu á fiskiskipunum, enda mun hver maður sjá það, sem vill athuga þessi mál, að það þarf eitthvað annað að gera, til þess að þeir menn verði þar við störf, heldur en að gefa þeim eftir sem svarar allt að 1 þús. kr. á ári.

Tíunda krafan var, að hluti björgunarlauna verði ekki skattlagður að fullu eða að þeim verði þá dreift á fleiri ár. Þessari kröfu er mætt. Er helmingur launanna undanþeginn tekjuskatti.

Ellefta krafan var, að mismunur á keyptri húsaleigu hjá leigjendum og mati á sams konar leigu í eigin íbúð til skattlagningar verði frádráttarbær. Þessari kröfu er mætt með þeim takmörkunum, að helmingur þessa mismunar er frádráttarbær, þótt það nemi 600 kr. á hvern heimilismann á ári, en aðeins þegar um fjölskyldu er að ræða.

Tólfta krafan var, að sparifé verði undanþegið framtalsskyldu, tekjuskatti, eignarskatti og útsvari. Þessari kröfu er mætt með eftirfarandi takmörkunum: Innstæður skattgreiðenda, sem ekkert skulda, eru allar skattfrjálsar og arður af þeim, og þær eru ekki framtalsskyldar. Innstæður skattgreiðenda, sem skulda ekki meira en 120 þús. kr. í 10 ára fasteignalánum, eru það einnig; þetta á þó aðeins við persónuskattgreiðendur. Og innstæður skattgreiðenda, sem eru umfram allar skuldir, eru einnig skattfrjálsar og tekjur af þeim skattfrjálsar. Vextir af eignarskattsfrjálsum innstæðum eru undanþegnar skatti og framtalsskyldu. Hér er mætt að mjög verulegu leyti þeim óskum og kröfum, sem komu til n. í sambandi við þetta atriði.

Það kom fram hjá hv. 4. þm. Reykv., að hann teldi, að það hefði verið rangt að hafa ekki framtalsskyldu á sparifé, og það kom einnig fram í n. hjá fulltrúa Alþfl., sem hélt mjög fast fram þeirri skoðun, að það ætti að vera skylda að telja féð fram. En n. var alveg ljóst, að ef það ákvæði væri sett inn í lögin, þá mundi skattfrelsi sparifjár ekki ná nema að mjög litlu leyti því takmarki, sem ætlazt er til að það nái. Hæstv. fjmrh. minntist einmitt á það hér í sambandi við sína ræðu í gær, að hann teldi svo mikilvægt atriði að fá fólkið til þess að spara meira fé, að það væri ekki horfandi í að fórna þeim hluta af tekjum ríkissjóðs, sem hér um ræðir, til þess að fá fólkið til þess að spara meira en gert hefur verið. Í því sambandi minntist hv. 4. þm. Reykv. á, að það væri miklu meira virði, eins og hann komst að orði, að tryggja verðmæti gjaldeyrisins, fella ekki krónuna, stöðva verðbólguna og fara þannig með fjármál þjóðarinnar, að fólk gæti treyst gjaldmiðlinum að fullu, þetta væri miklu meira virði en að gefa sparifé skattfrjálst, þar sem menn svo ekki vissu, hvort krónan væri krónuvirði í dag og svo 10 aura virði á morgun o.s.frv. En í sambandi við þetta vildi ég leyfa mér að benda á, að Alþfl. hélt því ávallt fram, þegar gengið var fellt, að það ætti að fara allt aðra leið, það ætti að taka með sérstökum álögum á þegnana og þá sérstökum sköttum og ekki hvað sízt á þá fáu menn, sem áttu eitthvað meira en rétt frá hendinni til munnsins, og hvar hefði þá hið uppsparaða sparisjóðsfé lent í öðru en að greiða það beint til ríkissjóðs til að standa undir þeim útgjöldum? Við sáum, hvernig var farið að tilhlutun og með aðstoð Alþfl. að við stóreignaskattinn. Það gekk mjög í augu þess flokks, að mönnum hafði tekizt að safna nokkru fé, sem síðar gat orðið til þess að byggja upp öruggan rekstur og öruggt fjármálalíf hjá þjóðinni. Það sparaðist á þeim tímum, þegar hægt var að þéna einhverja peninga og safna í sjóði, eins og kunnugt er. En þá kom Alþfl. og ekki hvað sízt hv. 4. þm. Reykv. og bar hér fram ár eftir ár tillögur um það á þingi að taka þetta fé, sem og endaði með því, að sett voru lög um stóreignaskatt, sem hafa gert meiri bölvun í fjármálalífi þjóðarinnar og atvinnulífi en nokkur önnur lög, sem út hafa verið gefin á Íslandi á s.l. árum. Sú leið, sem hv. 4. þm. Reykv. benti á í gær í sambandi við þetta, var því sannarlega engin trygging fyrir því, að sparisjóðsfé fengi að vera óhreyft af ríkissjóði, nema síður sé. Hann hefði skjótt étið það upp í taprekstur, sem hann hefur orðið að styðja að öðrum leiðum, eins og kunnugt er.

Þrettánda krafan var það, að skattstiginn breytist í hlutfalli við verðlagsvísitölu á hverjum tíma, svo að skattahlutföllin raskist ekki við verðlagsbreytingar, eins og átt hefur sér stað áður, og þessari kröfu er mætt að fullu.

Fjórtánda krafan var, að sölugróði fasteignar verði ekki skattskyldur, þó að eignin hafi verið skemur en fimm ár í eigu seljanda, ef innan eins árs væru gerð kaup á annarri eign eða byggt sé hús innan tveggja ára frá söludegi, enda yrði sú eign ekki minni að fasteignamati, og þessari kröfu er einnig mætt að fullu.

Fimmtánda krafan var það, að jarðræktarframlag ríkisins skuli undanþegið skatti. Þessari kröfu var mætt að fullu.

Sextánda krafan var, að fæði sjómanna sé ekki skattskylt. Þessari kröfu var einnig mætt að fullu.

Seytjánda krafan var, að ferðakostnaður vegna atvinnu eða atvinnuleitar verði frádráttarbær. Þessari kröfu er mætt, en skattayfirvöldin skulu þó jafnan meta slíkan kostnað.

Átjánda krafan var það, að börn megi teljast sérstakir skattgreiðendur, ef tekjur þeirra eru hærri en persónufrádráttur þeirra. Þessari kröfu er mætt og hefur mjög mikil áhrif á framtöl heimilisfeðra, sem hafa kannske í heimili sínu fjögur eða fimm börn innan sextán ára aldurs, sem hafa, a.m.k. hér í Reykjavík, ef til vill allmiklar tekjur, sem verður að bæta eftir gildandi skattalöggjöf við tekjur heimilisföðurins.

Nítjánda krafan var, að kostnaður vegna sjúkdóma verði frádráttarbær. Þessari kröfu er mætt að nokkru leyti, þar sem gefin er heimild til þess, ef ástæða þykir til að mati skattayfirvaldanna, að draga þann kostnað frá.

Allir þeir liðir, sem ég hef rætt um að framan, snerta að langmestu leyti einungis persónulega skattgreiðendur, en ekki félög. Mér þykir þó rétt að gera hér nokkurn samanburð á tekjuskattinum eins og hann verður eftir hinum nýju skattstigum og eins og hann er eftir gildandi skattalögum.

Af 10 þús. kr. nettótekjum greiða elnhleypingar nú 45 kr., en 40 kr. eftir hinum nýja skattstiga. Ég vil geta þess í sambandi við þetta, að till. Alþýðuflokksmannsins í n. var sú, að einhleypingar skyldu greiða 50 kr. af 10 þús. kr. tekjum. Það getur vel verið, að hv. 4. þm. Reykv. hafi ekki vitað um þessar till.; en þær eru nú hér og eru undirskrifaðar af honum sjálfum, lagðar fram 21.–10.–1953. Af þessum tekjum greiða barnlaus hjón nú engan skatt og koma ekki heldur til þess að greiða skatt eftir nýja skattstiganum.

Af 20 þús. kr. tekjum greiðir einhleypingur nú 358 kr., en verður 370 kr. og hækkar hér ofur lítið í skatti, en af þessum 20 þús. kr. ætlaðist þó Alþýðuflokksmaðurinn til að greiddar yrðu 350 kr., sem er svo að segja nákvæmlega sama. Hér greiða nú hjón 213 kr. af þessum tekjum, en þeirra skattur verður ekki nema 130 kr. eftir frv., og greiða þó ekkert, ef þau hafa tvö börn.

Af 25 þús. kr. greiðir einhleypingur nú 573 kr., verður 570 kr., en till. Alþfl. í n. voru 575 kr. Hjón greiða nú 385 kr.; en greiða ekki eftir frv. nema 280 kr., og ef þau hafa tvö börn, þá greiða þau aðeins 30 kr. í staðinn fyrir 165 nú.

Af 40 þús. kr. tekjum, sem má segja að séu kannske almennt verkamannatekjur hér í þessum bæ, sjómanna og verkamanna, greiða einhleypingarnir nú 1578 kr., en greiða eftir frv. 1580, aðeins tveimur kr. meira,; en þeir áttu samkvæmt till. Alþýðuflokksmannsins í n. að greiða 1755 kr., sem er þó allmiklu hærra en gert er hér í sambandi við hið nýja frv.

Af 60 þús. kr. tekjum, sem munu vera svona almennt tekjur hærra launaðra embættismanna eða jafnvel fjölda embættismanna, greiðir nú einhleypingur 4444 kr., en greiðir eftir frv. 4430 kr., en Alþýðuflokksmaðurinn lagði til, að greiddar yrðu 4950 kr. Hjón greiða nú 3746 kr., en koma til þess að greiða 2910 kr.; en ef þau hafa tvö börn, þá greiða þau ekki nema 1860 kr., en greiða annars nú 2700 kr.

Ef teknar eru 70 þús. kr. tekjurnar, þá greiðir nú einhleypingurinn 7546 kr., en eftir frv. 6605 kr., og það kemur til af því, að hér er farið að réttlæta það ranglæti, sem framið var öll undanfarin ár með því að hætta að reikna skattinn um, þegar komið var upp í þessar tekjur. Hér voru till. Alþýðuflokksmannsins um það, að einhleypingurinn greiddi 7050 kr., rúmum 400 kr. hærra en gert er ráð fyrir í frv. Hjón greiða nú 6693 kr., ef þau eru barnlaus, en fara niður í 4810 kr. og niður í 3060 kr., ef þau hafa tvö börn.

Af 80 þús. kr. tekjum greiðir einstaklingur nú 11710 kr., en eftir frv. 9280 kr. Af þessum tekjum lagði fulltrúi Alþfl. fram, að skatturinn yrði 8450 kr., sem er nokkru hærra en ákveðið er í frv. Hjón barnlaus greiða nú af þessum tekjum 10821 kr., en greiða þó ekki nema 7210 eftir frv., og hjón með tvö börn 5010 kr.

Af 100 þús. kr. tekjum greiðir nú einhleypingur 20510 kr., en fer niður í 15280 kr. eftir frv. Þar voru till. Alþfl. 15 þús. kr., svo að það er nú ekki hér nema 280 kr. hærra en till. Alþfl. voru í n. Hjón greiða nú 19621 kr. eftir lögunum, en fara niður í 13110 kr. eftir frv., en hjón m eð tvö börn fara niður í 10510 kr.

Af 125 þús. kr. greiða einhleypingar nú 33438 kr., en fara samkvæmt frv. niður í 23705 kr., en þar voru till. Alþfl. 23500 kr., svo að till. Alþfl. eru þar aðeina 205 kr. lægri en nú er í frv. á þessum hátekjum. Barnlaus hjón greiða nú 32477 kr., en verða 21260 kr., en ekki nema 18110 kr., ef þau eru með tvö börn.

Síðasta talan, sem ég skal taka hér, er 150 þús. kr. tekjur. Þar greiðir einhleypingur nú 48125 kr., fer niður í 33230 kr., en till. Alþfl. voru 32550 kr., sem er hér um bil sama og n. leggur til. Hér greiða hjón barnlaus nú 47101 kr., en þau koma til þess að greiða í staðinn 30410 kr., sem er allmikil lækkun, og hjón með tvö börn aðeins 26860 kr.

Ég skal gjarnan upplýsa hér, að till. Alþfl. í sambandi við hjónagreiðslurnar eru nokkru lægri; þær eru ekki mjög miklu lægri, en þær eru nokkru lægri en gert er ráð fyrir hér í frv.. en engan veginn til þess að gefa ástæðu til neinnar sérstakrar gagnrýni í sambandi við frv.

Af þessum samanburði er alveg ljóst, að skattur einstaklinga, sem hafa tekjur upp í hið fyrra umreikningsbil, þ.e. um 68 þús. kr., lækkar ekkert eða sáralítið, hækkar jafnvel um nokkrar krónur á vissum skattabilum. En af hærri tekjum fer skatturinn að lækka mjög verulega, þar sem umreikningurinn hefur ekki áhrif á skattinn. Nemur skattalækkunin á 15. þús. kr. á 150 þús. kr. Þá ber þess einnig að gæta, að þó að þessi samanburður komi þannig út, þá kemur þó fram allmikil skattalækkun einnig á öllum tekjubilunum hjá einhleypingunum, þar sem draga má frá nettótekjum, áður en skattur er á lagður, ýmsa þá liði, sem áður er getið um og ekki eru frádráttarbærir nú, og nemur það allmikilli upphæð hjá ýmsum aðilum. Ég vil í sambandi við það benda einmitt á, að þeir aðilar, sem notfæra sér lífeyriskaup, lækka náttúrlega mjög verulega í skatti við þau fríðindi, og sama má segja um þá menn, sem starfa í sambandi við fiskveiðar o.fl.. o.fl., sem kemur hér til greina eins og ég þegar hef lýst. Barnlaus hjón lækka verulega á öllum tekjubilum, en þó kemur lækkunin enn meira fram hjá hjónum, sem börn hafa á framfæri, eins og fyrrnefndar tölur sýna.

Þá þykir mér rétt að skýra frá því, að það hefur verið reiknað út, eftir því sem unnt hefur verið, hvaða áhrif þessar breytingar hefðu á tekjur ríkissjóðs, enda var það alveg nauðsynlegt til þess að halda sér innan þess takmarks, sem ákveðið var af ríkisstj. og ég hef getið hér áður. En það er sem hér segir: Fyrsta breytingin, þ.e. breyting skattstigans ásamt hækkun á persónufrádrætti. nemur 20% eða alls 9.4 millj. kr. Þetta er miðað við hinn álagða skatt á árinu 1953. Frádráttur vegna heimilisaðstoðar er talinn að nemi 1.5% eða 705 þús. Frádráttur vegna stofnunar heimilisins er talið að nemi 1/4% eða 117 þús., frádráttur vegna lífeyrisgjalda 1% eða 470 þús. Annars er ákaflega erfitt að reikna út, hvaða breytingu það hefur, vegna þess að það er ekki vitað, hvað mikið það verður notað. Verði það notað mjög mikið af hátekjumönnum, þá getur þessi tekjurýrnun orðið miklu meiri. Verði hún hins vegar notuð aðeins af lágtekjumönnunum, þá kann hún að verða mínni en þetta. En ég er þeirrar skoðunar, að þessi rýrnun á skattinum verði miklu meiri en hér er gert ráð fyrir. Beinn frádráttur vegna hlífðarfata sjómanna nemur 3% eða 1310 þús. Við vorum nú undrandi yfir því, þegar þessi skattaútreikningur kom, en það voru lögð fyrir okkur í mþn: alveg óyggjandi gögn í sambandi við þennan útreikning, sem enginn í mþn. treysti sér til þess að mótmæla. Frádráttur vegna björgunarlauna nemur 0.1%, þ.e. 47 þús., vegna ferðalaga 0.2% eða 94 þús. og vegna annarra liða um 3% eða 1 millj. 413 þús. Alls var hér um 20% að ræða eða 13 millj. 876 þús. kr. og þá komið nokkuð yfir þá upphæð, sem mþn. var gefið leyfi til að miða við í sambandi við skattalagabreytingarnar.

Ég tel víst, að mörgum þyki enn of langt farið ofan í vasa skattþegnanna með því að ætla ríkissjóði einum 40% af tekjum yfir 130 þús. kr., og vissulega er það rétt ályktað, því að elns og kemur fram hér í frv., þá á að greiða af 130 þús. kr. 40 þús. kr. í ríkissjóð.

Ég verð nú að segja, að þegar litið er á allar þessar kröfur, sem ég hér hef lýst, og þetta voru raunverulega einu kröfurnar, sem komu fram í n. frá persónulegum skattgreiðendum, þá verð ég að líta svoleiðis á, að það hafi ekki tekizt illa að mæta þeim kröfum með þeirri fjárupphæð, sem n. var ætlað að vinna með og ég hef hér minnzt á. Ég held, að það sé ekki af sanngirni mælt, að hér hafi verið kastað höndunum til þessara verka af n. eða að það hafi verið illa varið því fé, sem hún hafði yfir að ráða til þess að skipta á milli þessara skattþegna. Hennar höfuðsjónarmið var að leiðrétta ranglæti og láta skattaafsláttinn koma að mestu leyti niður á hjónum og því meira, því stærri sem fjölskyldan var, og ég hygg, að þetta hafi verið alveg rétt leið.

Með því að færa tekjuskattinn upp í 40% er sýnt, að annaðhvort verða bæjar- og sveitarfélög að draga úr sínum hluta álagningarinnar eða hún kæmi til þess að verða minnst 20% meiri en sjálfar tekjurnar, og þarf ekki að ræða afleiðingar af slíkri skattastefnu. En þetta mæli ég vegna þess, að það var upplýst í n., að þeir sveitar- eða bæjarsjóðir, sem höfðu meðalálagningu, lögðu a.m.k. útsvar í einhverri mynd á tvöfalt við það, sem greitt var til ríkissjóðs. Ef því ríkissjóður ætlar sér að taka 40% af tekjunum, eins og hér er gert ráð fyrir, því sem er yfir 130 þús. kr., og síðan bæjarsjóðirnir að taka tvöfalda þá upphæð, þá er búið að taka 120% eða 20% meira en maðurinn þénar, nema einhver gefi eftir. Það var því æskilegt að fara ekki með álagningu fyrir ríkissjóðinn yfir 25%, þannig að viðkomandi aðill hefði þó fengið að halda 25%, ef sveitarsjóður hefði tekið tvöfalt á móti. En ekkert af þessu rúmaðist innan þeirra takmarka, sem samið var um við afgreiðslu fjárlaganna. Þegar þess er hins vegar gætt, að eftir gildandi lagaákvæðum tekur ríkissjóður í tekjuskatt, tekjuskattsviðauka og stríðsgróðaskatt 90% af öllum tekjum yfir 200 þús. kr. og að 56% af því renna beint í ríkissjóðinn, en aðeins 34% í bæjar- og sveitarsjóð, þá er þó sýnilegt, að hinn nýi skattstigi er þrátt fyrir allt nokkru mildari og að bæjar- og sveitarsjóðum er ekki brýn nauðsyn vegna þessara breytinga að gera sinn hlut betri en hann var. Að þessari niðurstöðu komst mþn., þegar hún ræddi þessi mál efnislega.

Eins og frv. ber með sér, þá eru höfuðbreytingarnar aðeins gerðar hér á tekjum einstaklinga eða tekjum persónugjaldenda. Það vannst ekki tími til þess að ljúka till. um greiðslu félaganna. Þar ber raunverulega ákaflega mikið á milli, eins og kunnugt er, og þess var kannske ekki að vænta, að það ynnist á þeim tíma, sem var frá því að yfirlýsing stjórnarinnar var gefin og þar til skila þurfti till. Það varð því að samkomulagi, að félögin skyldu fá 20% afslátt af álögðum tekjuskatti, en hann skyldi lagður á eftir gildandi lögum, þ.e. tekjuskattur, tekjuskattsviðauki og stríðsgróðaskattur. Hér er, eins og ég gat um áðan, aðeins um einar 10 millj. kr. að ræða, svo að þessi skattfríðindi fyrir þessi félög öll eru 2 millj. kr., ef frv. verður samþ. óbreytt. Hér er aðeins um bráðabirgðaákvæði að ræða, en þess vænzt, að samkomulag náist einnig um þetta fyrir næsta Alþ., þar sem mþn. mun eiga að starfa áfram.

Það kom mjög til umr. í n., að félög yrðu ekki látin greiða stighækkandi skatt. Ég var fyrir mína parta þeirrar skoðunar, að það væri sjálfsagður hlutur, að félögunum yrði ekki gert að greiða nema ákveðna prósenttölu af sínum tekjum, hvort sem þær eru miklar eða litlar. Þegar það mál var rannsakað, þá kom í ljós, að ef ríkissjóður ætti ekki að tapa í tekjum við það, þá yrði með hliðsjón af þeim tekjum, sem hafa verið taldar fram undanfarin ár, að hækka þessa tölu upp í 24%, og það segir sig sjálft, að slíkt er vitanlega alveg ógerningur, því að ef á að vera hægt að taka 24% skatt í ríkissjóðinn af þeim ágóða, sem félög hafa almennt, hvort sem hann er mikill eða lítill, og síðan tvöfalt það í bæjar- eða sveitarsjóði, þá mun ekkert félag hafa starfsgrundvöll undir slíkum lagafyrirmælum. Mér þótti rétt að láta þetta koma fram, vegna þess að það var minnzt á þetta í n.

Af því, sem ég þegar hef greint frá, þá er það ljóst, að endurskoðun skattalaganna í heild er engan veginn lokið með því frv., sem hér er lagt fram, heldur er hér aðeins um einn þáttinn að ræða, sem vel getur aðeins gilt til bráðabirgða. T.d. ef samkomulag næðist um það síðar að koma á einum sameiginlegum skatti fyrir ríkissjóðinn, bæjar- og sveitarfélögin, eins og ætlazt var til í upphafi með þáltill., þá kann hér að vera aðeins tjaldað til einnar nætur í sambandi við það frv., sem hér er verið að samþ. Hvort um það næst samkomulag fyrir næsta Alþ., get ég að sjálfsögðu ekkert sagt um, en fyrr er ekki að fullu lokið endurskoðun þeirri, sem fram á að fara í sambandi við þessi mál, en tekizt hefur raunverulega að fá úr því skorið, hvort það sé unnt að sameina þetta í einn skatt, og síðan að skipta hlutverkunum á milli bæjar- og sveitarsjóðanna annars vegar og ríkissjóðs hins vegar.

Ég hef orðið var við það og varð mjög var við það, eftir að ég tók sæti í n., að fjöldi manna leit svo á, að í yfirlýsingu ríkisstj. um 20% skattalækkun gilti það atriði, að þetta ætti ekki einungis að vera í sambandi við ríkisskattinn, heldur og útsvörin. Þessi misskilningur verður vitanlega hér með að leiðréttast. Hvorki ríkisstj.Alþ. mundi láta sér koma til hugar að gefa út einhliða lagaboð um tekjurýrnun bæjar- og sveitarfélaga. Hitt er svo annað mál, að það mundi valda miklum vonbrigðum, ef bæjar- og sveitarstjórnir treystu sér ekki til að lina nokkuð einnig á sínum álögum, eða a.m.k. að herða ekki á þeim sem því nemur, er ríkisstj. gefur eftir í hinum nýju till., sem settar eru fram til breytinga á skattalögunum. Þá þykir mér einnig rétt að geta þess, sem nú er orðið kunnugt raunverulega hér á þingi, að n. lagði til, að sveitarstjórnir fengju fasteignaskattinn sem nokkurs konar viðurkenningu fyrir því, að þau ein ættu að hafa heimild til þess að leggja skatt á fasteignir og ríkissjóður þyrfti ekki að taka þann tekjustofn síðar til sín.

Mér hefur þótt rétt að láta þetta koma fram í sambandi við störf n., enda hefur þetta skýrt allmikið sjálft frv. og uppbyggingu þess og hvers vegna það er lagt fram í þessu formi, sem hér um ræðir.

Ég skal þá aðeins koma nokkuð að því, sem hv. stjórnarandstaða hefur rætt um þetta mál við 1. umr. Því hefur verið haldið fram af stjórnarandstöðunni, að þessi tilslökun á skattinum væri einskis eða lítils virði. Ég þykist nú hafa fært fyrir því allsterk rök, að kröfum skattþegnanna hafi verið mætt að verulegu leyti, og enginn býst við að fá allar sínar kröfur uppfylltar, hvorki hér á Alþ. né utan Alþ. En ég vil benda á, að til þess virkilega að geta dregið úr skattabyrði á þjóðinni í einni eða annarri mynd, eins og mér fannst nú m.a. að hv. 2. landsk. héldi sig mjög fast við, að hann vildi ekki ræða eingöngu um beina skatta, heldur og einnig óbeina skatta, söluskatt og vörutoll og annað því um líkt, og að þetta væri svo og svo margar milljónir, — en til þess að geta dregið úr slíkri skattabyrði, þá verður að sjálfsögðu að fylgja því að draga úr kröfunum til ríkisins, því að það hlýtur alltaf að fara saman. Ef menn vilja sí og æ gera meiri kröfur til ríkisins um fjárhagslega aðstoð í sambandi við eitt eða annað mál, þá getur ríkið ekki snúið sér til annarra aðila en þegnanna í landinu. Vilji hins vegar þegnarnir draga úr þessari þjónustu, minnka þessa þjónustu, m.a. á þeim sviðum, þar sem þjónusta annarra hefur sýnt sig að vera miklu betri og ódýrari fyrir þjóðina heldur en að láta hið opinbera gera það, þá er hægt að draga úr álögunum. En í þessu sambandi vil ég einmitt benda á, að Alþfl., Sósfl., Þjóðvfl. og Framsfl. stóðu allir eins og einn maður með því að víkja frá þeirri einustu till. hér á þessu yfirstandandi þingi, þar sem hugsanlegt var að draga a.m.k. 8–10 millj. kr. úr ríkisrekstrinum og fá þó betri þjónustu fyrir þjóðina heldur en hægt er að gera með því fyrirkomulagi, sem nú er á þeim málum. Og þeir voru svo sammála um þetta, að þeir vildu ekki einu sinni leyfa, að þessi till. færi til n. til þess að athugast þar. Svo gráðugir voru þeir í að halda áfram kröfum um útgjöld úr ríkissjóði, sem hlutu að gera kröfu um meiri peninga frá skattþegnunum inn í ríkissjóðinn. Nú voru þó a.m.k. Alþýðuflokksmennirnir búnir að reyna, að ríkissjóður létti af sér stórkostlegri byrði í sambandi við skipulagningu sérleyfisbifreiðanna, sem var undir stjórn Alþýðuflokksmanns, og var þá ekki hægt að segja, að ekki hefði verið þar stjórnað eins og þeir vildu að minnsta kosti. Nú hefur það sýnt sig, að síðan þeirri byrði var létt af ríkissjóði, hefur hann sparað þar hundruð þúsunda, því að sú byrði var komin upp á 6. millj. kr., þegar loksins Alþ. vaknaði til þess að víkja þessum manni frá, sem var búinn að hirða nærri 3 millj. kr. úr póstsjóði og sérleyfissjóði og orlofssjóði, sem var undir stjórn hans. Það var búið að hirða þetta fé til þess að standa undir töpunum af þessum rekstri. Hefðu þeir sjóðir tapað því fé, ef Alþ. hefði ekki hlaupið undir bagga og fundið skyldu hjá sér til þess að endurgreiða það, þó að búið væri að eyða því í sukk á þann hátt, sem vitað var. Þeir voru því búnir að fá reynslu fyrir því, að það var svo sem ekki talað alveg út í bláinn að gera tilraun til þess að spara nokkrar millj. á öðrum sviðum. En svo lengi sem hugsunarháttur manna er slíkur sem ég hér hef lýst, þá verður aldrei hægt að vænta annars en að það verður að fara djúpt ofan í vasa þegnanna til þess að standa undir þeim kostnaði, sem af slíkum kröfum leiðir.

Hv. stjórnarandstaða hefur gagnrýnt mjög, m.a. í sambandi við skattamálin almennt, þá stefnu, sem hæstv. núv. ríkisstj. hefur farið inn á, að taka svo og svo mikinn hluta af tekjum ríkissjóðs í söluskatti. Ég vil í sambandi við það — og þykir rétt, að það komi hér fram — benda á, að reynslan af söluskatti undanfarin ár hefur orðið slík, að þrátt fyrir það þótt prósentuupphæðin hafi ekki verið hækkuð á þeim skatti nú um langan tíma, þá hefur skatturinn samt sem áður farið sívaxandi alveg gagnstætt því, sem er um hina beinu skatta. Því hærri sem prósentutalan er á beinn sköttunum, því minna hefur ríkissjóður fengið í tekjuskatt frá þegnunum, alveg gagnstætt því, sem hefur verið í sambandi við söluskattinn. Þessi staðreynd er sjálf dómari á gagnsemi söluskattsins og vinsældir söluskattsins, hvað sem reynt er að þyrla upp óvinsældum í sambandi við hann. Og mér þykir þá einnig rétt í sambandi við þetta og einmitt í sambandi við þau átök, sem hafa orðið m.a. milli mín og annarra hv. þm. í sambandi við mínar till. um að afnema að fullu og öllu tekjuskattinn í landinu, að benda á, að við erum sannarlega ekki eina þjóðin, sem komin er að slíkri niðurstöðu. Það hefur stundum verið vísað til ýmissa ummæla annarra þjóða í sambandi við skattamál. Það hefur verið vísað til þess, sem Kanadamenn gerðu, þegar þeir léttu mjög mikið á sínum tekjuskatti nýlega og fengu miklu meiri tekjur inn í ríkissjóðinn fyrir að fara þá leið. Það hefur hvað eftir annað verið minnzt á stefnu Norðurlandaþjóðanna í sambandi við tekju- og eignarskattslöggjöf þeirra þjóða, m.a. að þeir taka nú, t.d. í Danmörku, hvorki meira né minna en 50% eða vel 50% af öllum ríkistekjunum í beinum sköttum. Þetta hefur verið fært fram sem rök gegn því, að við ættum ekki einir allra þjóða og fyrstir allra þjóða að afnema slíkan skatt. Því hefur verið haldið fram hér, að söluskatturinn væri miklu ranglátari en aðrir skattar og að hann þekktist ekki meðal annarra þjóða í neitt svipuðum mæli og hjá okkur. Það er að vísu ekki rétt, hann er í miklu stærri mæli m.a. í Englandi.

Þykir mér rétt í sambandi við þetta að benda á mjög ákveðnar og merkar till., sem komið hafa fram m.a. í Danmörku í sambandi við þessi mál, og vænti, að hæstv. forseti vilji leyfa mér að lesa hér upp þær till. einmitt vegna þess, hversu merkar þær eru. Vinstri flokkurinn hefur þar verið eitthvað líkt og Framsfl. hér á Íslandi, einhvers konar umbótaflokkur eða milliflokkur, sem alltaf er að gera rétt. Þar er sagt m.a. í mjög merku blaði, að þekktur stjórnmálamaður úr Vinstri flokknum hafi skorað á fjmrh. að láta nefnd, sem hraði störfum sínum, rannsaka þá spurningu gagngert og án allra fordóma, að almennur söluskattur komi í stað tekjuskatts til ríkisins. Ég held, að það sé alveg ágætt bæði fyrir mþn. í skattamálum, fyrir hv. Alþ. og fyrir ríkisstj. að kynna sér þessar till., þegar hvað eftir annað hefur einmitt verið vísað í löggjöf Norðurlandaþjóðanna. „Tekjuskatturinn í sinni núverandi mynd er hróplega óréttlátur og blátt áfram bjánalegur frá þjóðhagslegu sjónarmiði,“ segir neðri deildar þingmaðurinn. Þetta er nú hans skoðun. Neðri deildar þingmaður þessi er bóndi, svona rétt eins og sumir hv. framsóknarþingmenn. Hann var formaður þingflokks Vinstri flokksins. Á fundi flokks síns í fyrrahaust beindi hann áskorun til Viggo Kampmanns fjmrh., að hann í sambandi við væntanlegar umr. um endurskoðun skattalaganna skipaði n., sem ætti að skila áliti hið fyrsta og skyldi rannsaka gagngert og án allra fordóma, hvort ekki beri að láta almennan söluskatt koma að nokkru eða öllu leyti í stað núverandi tekjuskatts til ríkisins, n. mætti ekki byggja niðurstöður sínar á fyrir fram ákveðnum skoðunum, heldur framkvæma algerlega hlutlausa rannsókn á þjóðfélagslegum áhrifum slíkrar breytingar. Ég vil í sambandi við þetta leyfa mér að benda á, að hæstv. núverandi fjmrh. lofaði því raunverulega í fyrra hér úr þessum stól, sem ég stend hér í nú, að láta slíka athugun fara fram hér. Ég hef nú ekki séð árangurinn af því enn þá. „Ég er þeirrar skoðunar,“ segir hann, „að það væri algerlega skakkt að láta þetta vandamál eiga sig og ganga fram hjá því, einkum nú, þegar allt skattakerfi okkar er í deiglunni. Og þess vegna vil ég segja við fjmrh.: Látið nú ekki þetta mál verða eintóma ráðagerð. Tekjuskatturinn dregur úr sparnaði og er skaðlegur þjóðfélaginu.“ Þetta er hans skoðun. „þá þykir rétt að upplýsa, að í byrjun voru það sósialdemókratar, sem hófu máls á hugmyndinni um söluskattinn árið 1951, og að fjármálamenn og stjórnmálamenn, sem stóðu framarlega. t.d. prófessor Karl Iversen og neðri deildar þingmaðurinn Edvard Sörensen, hafa léð hugmyndinni fylgi. En menn hafa bara ekki almennilega þorað að taka málið föstum tökum,“ sagði ræðumaður. Hann sagði enn fremur: „Sköttun tekna keyrir úr öllu hófi hér á landi. Það er staðreynd, að hún dregur úr löngun til sparnaðar og eykar eyðslu. Hún er skaðleg fyrir þjóðfélagið, vegna þess að hún dregur úr löngun fólks til að auka afköst sín, til þess að stofna til framkvæmda og leggja að sér til þess að fá hærri tekjur, af því að skatturinn, sem er stighækkandi, tekur mestan hluta tekjuaukningarinnar. Skatturinn tekur allt of stóran hluta af þeim launum, sem borgararnir fá fyrir erfiði sitt við að auka tekjur sínar.“ Og þó mun Ísland ganga þar miklu lengra heldur en t.d. Danmörk. „Gagnvart ungu fólki, sem sjálft hefur byrjað atvinnu, er tekjuskatturinn hróplega óréttlátur og fullkomin heimska þjóðfélagslega séð.“ Þetta er nú ekki neitt mildilega tekið á þessum málum hjá þeim mönnum, sem við höfum þó undanfarið og ekki hvað sízt Alþfl. sótt alla sína skattaspeki til. Hann segir svo um almennan söluskatt: „Við þetta bætist, að allt kerfi okkar til eftirlits með tekjum er sífellt að hlaða utan á sig, nú síðast með uppástungunni um nýja bókhaldsskyldu og bókhaldsskyldu landbúnaðarins með þar af leiðandi störfum fyrir heilan her nýrra starfsmanna í þjónustu hins opinbera. Þ.e.a.s.: Borgarar eru teknir frá framleiðslustörfum og settir til óarðbærrar vinnu, sem verður byrði á atvinnuvegunum. Ef tekjuskatturinn helzt eins hár og hann er nú, verður opinber stjórn að hreinustu skriðu. Af þeim ástæðum, sem ég hef nefnt, og mörgum öðrum, álít ég, að nú, er ákafar umr. fara fram í landinu um skattana, sé réttur tími til að spyrja, hvort ekki væri skynsamlegt að innleiða almennan söluskatt í stað tekjuskattsins til ríkisins, a.m.k. að mestu leyti.“ Svo heldur hann áfram: „Ég þekki nokkrar af þeim mótbárum, sem koma fram,“ sagði þm. enn fremur, „en ég vil biðja menn að minnast þeirra staðreynda, að hið gildandi tekjusköttunarkerfi er gersamlega ómögulegt og við getum ekki haldið áfram með það. Við höldum sífellt lengra og lengra áfram á þeirri braut, að ríkið skiptir sér af og hefur eftirlit með algerum einkamálum fólks og á afar nærgöngulan hátt.“ — Ætli að við getum ekki sagt það sama hér á Íslandi? — „Þetta er ekki neitt, sem er upphugsað, engin kennisetning að því er mig snertir, 20 ára reynsla mín á þessu kerfi sem þjóðkjörins manns. Öll þessi þróun er mér algerlega á móti skapi, og ég vil eiga rétt á því að gera uppreisn gegn henni og gera raunhæfar tilraunir til þess að stöðva skriðuna. Ég er fús til þess að fórna miklu til þess, að við getum losnað úr hinum ísköldu greipum tekjusköttunarinnar.“ Það er bóndi, sem mælir þetta. „Málið hefur aldrei verið gagngert rannsakað. Um það er að ræða, hvort ekki sé hægt að bæta úr þeim göllum, sem að sjálfsögðu munn fylgja í kjölfar söluskatts, bæði stjórnmálalega, þjóðfélagslega og að því er snertir stjórn sjálfrar framkvæmdarinnar, og spyrja má, hvort kostirnir við söluskatt séu ekki svo miklir, borið saman við tekjuskattsfyrirkomulagið, að vert sé að íhuga málið. Söluskatturinn mundi gefa hinum sparsama sín laun og láta hinn eyðslusama borga fyrir eyðslu sína. Sá, sem vinnur mikið, fær háar tekjur og fengi að halda þeim, et hann sjálfur vildi. Þessi rök og mörg önnur má færa fyrir söluskatti gegn okkar núverandi tekjuskattssköttunarfyrirkomulagi.“ Þm. lagði áherzlu á, að slík hugsanleg breyting á sköttuninni megi ekki verða þess valdandi, að byrðunum sé ýtt yfir á herðar þeim, sem eru fjárhagslega minni máttar í þjóðfélaginu, og breytingin leiðir af sér aragrúa viðfangsefna, sem verður að þaulhugsa, æfa, reikna út og gera sér ljós. Á grundvelli þeirra staðreynda skoraði hann á fjmrh. að skipa umrædda n., því að „öll þau viðfangsefni, sem koma í ljós við slíka breytingu, hafa ekki, að því er ég bezt veit, verið rannsökuð gagngert hér í landi og reynsla annarra landa hefur heldur ekki verið rannsökuð til hlítar.“ Ég vildi gjarnan mega benda hæstv. fjmrh. á, að það væri sannarlega ástæða fyrir hann að láta fara fram í sambandi við þetta mál þá athugun, sem hann lýsti hér yfir að hann skyldi láta fara fram, svo að það kæmi nú í ljós, hvort ekki væri einmitt rétt að fara algerlega frá tekjuskattsleiðunum.

Ég vil taka það fram til þess að fyrirbyggja misskilning, að ég tala þessi orð hér á mína ábyrgð, en mér þótti rétt að láta þetta koma fram, en sjálfsagt er meiri hl. fjhn. óbundinn af þeim ummælum.

Ég hef þá sýnt hér fram á, hvernig n. hefur hagað störfum sínum. Ég álit, að sú gagnrýni, sem fram hefur komið hjá stjórnarandstöðunni, sé ekki byggð á rökum, og alveg sérstaklega vil ég taka það fram, undirstrika það, að gagnrýni frá hv. 4. þm. Reykv. á því frv., sem hér er til umr., fer í alveg öfuga átt við till. þær, sem fulltrúi Alþfl. gerði í n. og ræddi um. Það var að vísu svo, að þegar gengið var að síðustu til atkv. um það í n., hvort hann væri samþykkur þessum till., þá greiddi hann atkv. á móti till., en áttaði sig raunar síðar á því, þegar honum var bent á það, að hann ætti hér að velja um þær till., sem hér um ræðir, eða þau skattalög, sem nú eru gildandi, því að vitanlega yrði þjóðin að búa við þá skattalöggjöf, ef ekki kæmi neitt annað í staðinn. Þá áttaði hann sig nú á því, að það væri miklu sanngjarnara að láta þessa skattalöggjöf, sem hér um ræðir, ná fram að ganga, þó að allir fengju ekki sínar kröfur, heldur en að búa við það, sem nú gildir í þessum málum. Hins vegar var sýnilegt, að þær kröfur, sem komu fram hjá honum á síðasta fundi, voru í aðra átt en hann hafði áður hugsað og rætt og mun hafa verið fyrir áhrif ef til vill frá hv. 4. þm. Reykv.

Ég sé svo ekki ástæðu til, nema sérstakt tilefni gefist, að ræða þetta mál nánar.