24.03.1954
Neðri deild: 67. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1058 í B-deild Alþingistíðinda. (959)

168. mál, fyrningarafskriftir

Frsm. (Skúli Guðmundsson):

Herra forseti. Eins og fram kemur í athugasemdum, sem fylgja þessu lagafrv., þá er það flutt af hæstv. ríkisstj. til þess að fá framlengd lagaákvæði um sérstakar fyrningarafskriftir, sem hafa verið í gildi siðan 1946. Upphaflega munu þessi ákvæði hafa gilt aðeins í 3 ár, síðan verið framlengd takmarkaðan tíma í senn og eru nú útrunnin. Það er gert ráð fyrir því, að þessi framlenging gildi í 3 ár, 1954 –56 að báðum meðtöldum.

Fjhn. hefur athugað þetta frv. og mælir með því, að það sé samþykkt. Einn nm., hv. 1. landsk. þm., hefur þó skrifað undir álitið með fyrirvara, sem hann mun gera grein fyrir við þessa eða 3. umr., ef honum þykir ástæða til.