09.04.1954
Efri deild: 83. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1060 í B-deild Alþingistíðinda. (974)

168. mál, fyrningarafskriftir

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Herra forseti. Í þessu frv. eru tvenns konar ákvæði. Í fyrsta lagi að framlengja réttinn til þess að afskrifa skip, eins og heimilað var með l. nr. 29/1946, einnig þetta yfirstandandi ár, næsta ár og 1956. Annað atriði frv. er að heimila, að farþega- og vöruflutningaflugvélar, sem teknar verða í notkun á árunum 1954–56, fái einnig þessi sömu réttindi til fyrningarafskrifta eftir sömu reglum og hafa verið um skip.

Fjhn. hefur athugað frv. og orðið sammála um að mæla með, að það verði samþ. óbreytt. Þó skal þess geta, að einn nm., hv. þm. Seyðf. (LJóh), var ekki viðstaddur sökum veikinda, þegar n. afgreiddi málið, og er mér ókunnugt um afstöðu hans.