30.03.1954
Efri deild: 73. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1064 í B-deild Alþingistíðinda. (987)

184. mál, fasteignaskattur

Frsm. (Karl Kristjánsson):

Herra forseti. Aths. hv. þm. Mýr. er að sjálfsögðu athugunarverð, og ég tel eðlilegt, að fjhn. taki hana til umræðu fyrir 3. umr. málsins. Þessi ákvörðun um 1. júní er miðuð við það, að gjalddagi skattsins er ákveðinn 1. júlí, og vitanlegra er hægt fyrir sveitarstjórnir að afla sér upplýsinga um heildarskattinn hjá hlutaðeigendum. Spurningin er þetta, hvort það er of strangt fyrir þá, sem skrárnar eiga að semja, að hafa þær tilbúnar fyrir 1. júní, en sveitarstjórnunum er, eins og hv. þm. Mýr. benti á, auðvitað hentugra, að þær liggi fyrir, þegar þær jafna niður útsvörum.