31.03.1954
Efri deild: 74. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1065 í B-deild Alþingistíðinda. (992)

184. mál, fasteignaskattur

Andrés Eyjólfsson:

Herra forseti. Ég vil aðeins leyfa mér að þakka hv. n. fyrir að hafa tekið svona vel undir athugasemd mína frá því í gær. Eins og ég sagði þá, eiga sveitarstjórnir í sveitum landsins samkvæmt lögum að vera búnar að ljúka útsvarsálagningu fyrir maímánaðarlok. Þeim er því miklu hagfelldara að vera búnar að fá þessar skýrslur í hendur, áður en þær gera áætlanir um tekjur og gjöld hreppsins og einnig áður en þær leggja útsvörin á hvern einstakan mann. Hef ég svo ekki fleira um þetta að segja; óska aðeins, að brtt. hv. n. verði samþ.