06.05.1955
Neðri deild: 87. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 985 í B-deild Alþingistíðinda. (1200)

199. mál, verðlagsuppbót á laun opinberra starfsmanna

Frsm. (Skúli Guðmundsson):

Herra forseti. Við nánari athugun á þessu frv. hefur komið í ljós, að gera þarf breytingu á 2. gr. þess, til þess að núgildandi ákvæði um greiðslu verðlagsuppbótar falli ekki niður fyrr en hin nýju ákvæði eiga að koma til framkvæmda samkvæmt frv. þessu. Fjhn. flytur hér því skrifl. brtt. um það, að 2. gr. orðist svo: „Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 1955“, en ekki „nú þegar“, eins og stendur í frvgr. Vil ég leyfa mér að afhenda hæstv. forseta þessa skrifl. brtt. til meðferðar.