26.04.1955
Neðri deild: 78. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 1094 í B-deild Alþingistíðinda. (1241)

183. mál, húsnæðismál

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Þar sem þessi brtt. orðrétt eins og hún er þarna stendur í núverandi og núgildandi lögum, sem sett eru af þessari hæstv. ríkisstj. um útlán viðvíkjandi smáíbúðum, þá þykir mér sjálfsagt, að sú regla, sem þar á að gilda, en sá kafli fellur nú raunverulega úr gildi, sé látin gilda um þessi veðlán, ef það er ekki meiningin að hverfa frá þeirri stefnu, sem hæstv. ríkisstj. sjálf lýsti yfir í sambandi við setningu laganna um smáíbúðir, og taka upp beina pólitíska hlutdrægni í lánaveitingum. Þess vegna segi ég já við þessari breytingartillögu.