18.12.1954
Efri deild: 41. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 1151 í B-deild Alþingistíðinda. (1386)

136. mál, skemmtanaskattur

Lárus Jóhannesson:

Herra forseti. Það væri gaman að fá upplýsingar um það frá flm. þessa máls, hvað er meint með síðustu orðum 1. gr.: „svo og sýningar á íslenzkum kvikmyndum“, hvaða skilyrði kvikmyndir þurfa að uppfylla til þess að vera taldar íslenzkar kvikmyndir. Það er alveg ljóst, að fræðslumyndir, sem teknar eru hér á landi, og þess háttar, eru íslenzkar kvikmyndir. En t.d. kvikmynd eins og Salka-Valka, sem tekin er af erlendu félagi hér á landi og með íslenzkum leikurum að nokkru leyti, er það íslenzk kvikmynd eða ekki?