25.03.1955
Neðri deild: 65. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 1226 í B-deild Alþingistíðinda. (1571)

66. mál, dýralæknar

Frsm. (Jón Pálmason):

Herra forseti. Þetta frv., sem hér liggur fyrir á þskj. 85, um breytingu á dýralæknalöggjöfinni, hefur gengið í gegnum hv. Ed. og verið til meðferðar hjá landbn. þessarar hv. d. Nefndin mælir með því, að þetta frv. verði samþ. með einni breytingu, sem liggja fyrir tillögur um á þskj. 492. Sú breyt. er þannig, að lagt er til að færa suðurhluta Strandasýslu úr Dalaumdæmi og inn í Húnaþingsumdæmi. Þetta er gert ettir ósk þeirra Strandamanna, því að þeir kjósa heldur að vera í þessu umdæmi með sinn dýralækni, og stafar af því, að samgöngurnar eru miklu greiðari á þann kantinn en að þessi hluti Strandasýslu sé í Dalaumdæminu, sem er talsvert stórt, þó að þetta sé undan því tekið.

Ég sé ekki fyrir hönd landbn. ástæðu til að fjölyrða um þetta mál, en vænti, að hv. d. geti fallizt á að afgreiða frv. með þessari breyt., sem fyrir liggur.