22.02.1955
Neðri deild: 51. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 1263 í B-deild Alþingistíðinda. (1638)

127. mál, leigubifreiðar í kaupstöðum

Hannibal Valdimarsson:

Með tilliti til þess, að ég tel affarasælla, að félög bílstjóra geri ráðstafanir á félagslegum grundvelli til þess að ná fram svipaðri vernd og farið er fram á í þessari lagasetningu, en lagasetning getur verið óheppileg og hættulegt fordæmi, sem leiðir til þess að takmarka fresti á vinnumarkaðnum og mundi bitna á öðrum vinnustéttum, segi ég nei.