19.04.1955
Efri deild: 71. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 1292 í B-deild Alþingistíðinda. (1667)

127. mál, leigubifreiðar í kaupstöðum

Utanrrh. (Kristinn Guðmundsson):

Herra forseti. Ég hef kannske ekki tekið nógu skýrt fram það, sem ég vildi sagt hafa. Í reglugerðinni, eins og hún er nú, er einmitt ákvæði um það, að slík misnotkun geti ekki átt sér stað, að það yrði haldið uppi einokun eða að bifreiðar væru svo fáar, að stórskaðaði þá, sem þurfa að nota bifreiðarnar. Ég skal lýsa því með ánægju hér yfir, að ég skal sjá um það, ef þessi lög verða samþ. og ég verð svo lengi við þessi störf, að þetta ákvæði skuli koma inn í reglugerðina — eða ákvæði í svipaða átt, ég skal ekki ákveða, hvernig orðalagið á því verður. Ég vona, að hv. flm. till. nægi þetta.