13.10.1954
Neðri deild: 3. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 70 í B-deild Alþingistíðinda. (172)

12. mál, yfirstjórn mála á varnarsvæðunum o. fl.

Forsrh. (Ólafur Thors):

Herra forseti. Þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð, var svo um samið milli þeirra flokka, sem að ríkisstjórninni standa, að Framsfl. færi með þau mál, sem varða framkvæmd varnarsamnings milli Íslands og Bandaríkjanna, þess samnings, sem var löggiltur með lögum nr. 110 1951. Þegar svo gengið var frá forsetaúrskurði um skiptingu mála á milli einstakra ráðherra, urðu þar á nokkur missmíði, sem nauðsyn þótti til að leiðrétta, þó að undangengnum dómi hæstaréttar, sem gaf tilefni til þeirrar leiðréttingar, í því skyni að kveða á um það, sem fyrir stjórnarflokkunum vakti, þegar samningur um þessi efni var gerður. Þetta er gert með því frv., sem hér er lagt fyrir og er aðeins staðfesting á bráðabirgðalögunum, sem gefin voru út 2. júlí 1954. Ég sé ekki ástæðu til þess að fjölyrða um þetta mál, það skýrir sig sjálft, en vildi leyfa mér að mælast til, að frv. yrði vísað til 2. umr. og hv. allshn. að lokinni þessari umr.