28.04.1955
Neðri deild: 80. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 1634 í B-deild Alþingistíðinda. (1875)

185. mál, skattgreiðsla h/f Eimskipafélags Íslands

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. Hv. 8. þm. Reykv. (GilsG) gerði hér grein fyrir brtt., sem hann er flm. að, og skildist mér á orðum hans, að till. væri við það miðuð, að Eimskipafélag Íslands borgaði sama skatt og samvinnufélög, en það er mjög langt frá því, að svo sé eftír till. hans og hv. 8. landsk. þm. (BergS). Þeir leggja til í sinni till., að Eimskipafélagið borgi á þessu ári 8% af skattskyldum tekjum í skatt. Samvinnufélög borga nú 8% í tekjuskatt, en þegar tekjur þeirra nálgast 10 þús. kr., kemur á þær viðbótarskattur, og skattur sá, er þau greiða af þeim tekjum, sem eru umfram 200 þús. kr. skattskyldar, er eftir gildandi skattalögum eða hefur verið undanfarið 76%, en s.l. ár, þegar 20% lækkun var veitt á skatti þeirra eins og annarra félaga, var skattgreiðsla þeirra, eftir að komið var í þetta tekjumark, 60.8%, eða 7–8 sinnum hærri en hv. þm. leggja hér til að Eimskipafélagið borgi.

Ég vildi, án þess að ræða frekar um málið, aðeins gera þessa athugasemd við ræðu hv. þm. til að sýna, að það er víðs fjarri, að þeirra till. sé nokkuð miðuð við skattgreiðslu samvinnufélaganna.