29.04.1955
Neðri deild: 81. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 1635 í B-deild Alþingistíðinda. (1879)

185. mál, skattgreiðsla h/f Eimskipafélags Íslands

Forsrh. (Ólafur Thors):

Herra forseti. Um brtt. á þskj. 676 má vel viðurkenna, að hún geti í aðalefnum átt við rök að styðjast. Hins vegar gat ég um það í þeirri stuttu frumræðu, sem ég flutti, þegar þetta mál var lagt fyrir hv. d., að hér væri aðeins um bráðabirgðaskipan að ræða og ég kysi heldur þess vegna, að frv. mætti verða samþ. eins og það liggur fyrir. Ég hafði, áður en ég flutti það, átt um það viðræðu við samstarfsmenn mína í ríkisstj. og þeir fallizt á þessa þráðabirgðalausn, sem ég vona þess vegna að megi ná fram að ganga, um leið og ég þó viðurkenni, að það væri engin goðgá að setja þessi ákvæði; þau skipta ekki aðalmáli. En úr því að hér er um algera bráðabirgðalausn að ræða, þá þætti mér betur, að frv. mætti ná fram að ganga án breytinga.