10.05.1955
Efri deild: 87. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 1648 í B-deild Alþingistíðinda. (1928)

121. mál, öryggisráðstafanir á vinnustöðum

Forseti (GíslJ):

Eins og ég tók fram áðan, mun ég ekki beita forsetavaldi til þess að stöðva málið. Ég tel ekki, að það sé hægt að ásaka n. fyrir að hafa haldið málinu hjá sér. Hún fékk það aðeins einn dag til meðferðar, tók það strax og hélt fund um málið og eins og ég tjáði áðan, gafst enginn tími til þess að gefa út nál. og því síður til þess að ræða slíkt ágreiningsmál. Ég hef því tekið þann kostinn að stöðva ekki málið. Það liggur fyrir hv. deild, hvort hún vill samþykkja málið eða ekki.