09.12.1954
Efri deild: 27. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 82 í B-deild Alþingistíðinda. (211)

12. mál, yfirstjórn mála á varnarsvæðunum o. fl.

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Ég vil taka það fram út af þeim umræðum um málið, sem orðið hafa í n., og því, sem hv. frsm. sagði, að í 2. málsgr. b-liðar 3. gr. frv. er ákvæði um það, að í öllum umboðssöluviðskiptum öðrum en bóksölu skuli smásali eða annar umboðssali greiða söluskatt af öllu heildarandvirði varanna frá sér, að framkvæmdinni mun verða hagað þannig á þessu ákvæði, að þegar umboðssali er milliliður milli framleiðanda, sem greiðir 3% söluskatt af vörunni, og smásala, sem greiðir 2%, þá verður ekki heimtur söluskattur af umboðsmanni af heildarandvirði vörunnar, heldur einungis af umboðsþóknun hans, og verður um þetta sett reglugerðarákvæði.