09.11.1954
Efri deild: 14. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 87 í B-deild Alþingistíðinda. (228)

10. mál, verðlagsuppbót á laun opinberra starfsmanna

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Herra forseti. Ég vil aðeins geta þess, að fjhn. hefur nú haldíð fund um brtt. á þskj. 119, og geta nm., aðrir en flm. tillagnanna, ekki mælt með því, að till. verði samþ. né heldur varatill. við hana. Þetta mál var þrautrætt á sínum tíma, þegar sá háttur var upp tekinn að reikna ekki út eða breyta ekki verðlagsuppbót nema á tilteknum tímum á ári, en ekki mánaðarlega, og sé ég ekki ástæðu til þess að fara að vekja upp þær umræður nú. Ég hygg, að það séu allar þær sömu ástæður fyrir hendi nú eins og voru þegar núverandi fyrirkomulag var ákveðið.