09.12.1954
Efri deild: 27. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 310 í C-deild Alþingistíðinda. (2288)

14. mál, vistheimili fyrir stúlkur

Forseti (GíslJ):

Það hefur komið fram ós frá hæstv. menntmrh. og frá hv. frsm. um, að umr. um þetta mál verði frestað. Það er einnig komin fram yfirlýsing frá hv. frsm., að hann muni, ef málinu er frestað og vísað til n. aftur, sjá um, að málið verði fljótt afgr. þar. Ég vil verða við þessari ósk og fresta þar með umr. um málið, og málið er tekið út af dagskrá. En ég óska mjög eftir því, bæði af hv.. form. n. og hv. frsm., að það sé hægt að taka málið fyrir, helzt á næsta fundi, sem verður á morgun, — mun þó ekki gera ágreining um það, þótt það verði ekki tekið fyrir fyrr en á mánudag.