14.12.1954
Efri deild: 29. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 313 í C-deild Alþingistíðinda. (2295)

14. mál, vistheimili fyrir stúlkur

Ingólfur Flygenring:

Herra forseti. Mér virðist, að 2. gr. frv. á þskj. 259 nægi alveg til þess, að ríkisstj. — viðkomandi ráðh. – geti leyft sér að leita eftir hentugu húsnæði, eins og í gr. stendur, og þar með að hefja það starf, sem til er ætlazt í sambandi við það síðar meir. Þess vegna er það nóg til þess að hleypa málinu af stokkunum, að ráðh. undirbúi þetta á þennan hátt og hafi í því einhvern styrk að baki sér, eða ríkisstjórnin öll réttara sagt, því að um fjárveitingu héðan er ekki að ræða á þessum fjárlögum, býst ég við.