21.10.1954
Efri deild: 7. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 344 í C-deild Alþingistíðinda. (2324)

52. mál, bifreiðaskattur o. fl.

Flm. (Vilhjálmur Hjálmarsson):

Herra forseti. Frv. það, er hér liggur fyrir á þskj. 61, fluttum við hv. þm. V-Sk. einnig á síðasta þingi. Það var nokkuð áliðið þings, þegar málið var lagt fyrir, og það náði ekki samþykki þingsins.

Við flm. teljum, að nokkuð hafi skort á um það, að málið fengi nægilega athugun í fyrra, og flytjum það þess vegna nú að nýju. Þetta mál er svo kunnugt hv. d., að ég sé ekki ástæðu til að hafa fyrir því langa framsögu. Öllum er vitanlegt, að ekkert það hefur gerzt á þessu ári, sem minnki þörfina fyrir aukið fé í brúasjóðinn.

Ég vil leyfa mér að leggja til, að frv. verði að lokinni þessari umr. vísað til samgmn.