22.11.1954
Sameinað þing: 19. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 58 í D-deild Alþingistíðinda. (2421)

105. mál, atkvæðagreiðsla að hálfu Íslands

Bergur Sigurbjörnsson:

Herra forseti. Enda þótt við þm. Þjóðvfl. höfum borið fram brtt. í þessu máli og þó að sú till. hafi að okkar dómi þann kost umfram aðrar brtt., sem hér hafa verið bornar fram, að í henni felst glöggur rökstuðningur í þessu máli, þá tel ég samt, þar sem sú till. er ekki komin til atkv. enn, rétt að freista þess að fá hvaða breytingu sem hægt er á því glapræði að samþykkja till. hæstv. ríkisstj., og þar sem bæði þessi till. og brtt. hv. 6. landsk. (FRV) fela í sér mótmæli gegn innlimun Grænlands í Danmörku, og það tel ég meginatriði málsins, þá mun ég greiða báðum þessum till. atkv. og segi því já við þessari till.