22.11.1954
Sameinað þing: 19. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 59 í D-deild Alþingistíðinda. (2429)

105. mál, atkvæðagreiðsla að hálfu Íslands

Haraldur Guðmundsson:

Þar sem hjáseta á þingi Sameinuðu þjóðanna þýðir sama og að afsala um aldur og ævi þeim réttindum, sem Ísland kann að eiga til Grænlands, en slíka ákvörðun tel ég ósæmilegt að gera á svo flausturslegan hátt sem hér er á hafður, m. a. með tilliti til fiskveiða við Grænland, þá verð ég að vera á móti þessari till., þó að ég út af fyrir sig sé því samþykkur, að ekki sé ástæða til þess að halda lengur skyldu Dana til að gefa skýrslur til Sameinuðu þjóðanna um Grænland. Ég segi því nei.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Till. samþ. með 30:20 atkv., að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu

já: BSt, BBen, KS, EI, EirÞ, EystJ, GíslG, GTh, HelgJ, HermJ, IngF, IngJ, JóhH, JK, JS, JR, KK, KJJ, LJóh, ÓTh, PZ, PÞ, SÁ, SB, SÓÓ, SkG, StgrSt, VH, AE, ÁB.

nei: BergS, BrB, EggÞ, EOl, EmJ, FRV, GilsG, GíslJ, GÍG, GJóh, GÞG, HÁ, HV, HG, JPálm, KGuðj, LJós, PO, SG, JörB.

2 þm. (JJós, MJ) fjarstaddir.

Till. afgr. sem ályktun Alþingis (A.188).