16.12.1954
Sameinað þing: 29. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 149 í D-deild Alþingistíðinda. (2474)

118. mál, Norður-Atlantshafssamningurinn

Gylfi Þ. Gíslason:

Herra forseti. Ég tel till. um, að Íslendingar æski þess að vera leystir úr Atlantshafsbandalaginu, algerlega óraunsæja og auk þess óskynsamlega, þar eð Íslendingar eiga að sjálfsögðu að standa við gerða samninga. Næsta sporið, sem nú er nauðsynlegt að stíga í utanríkismálum Íslendinga, er að segja upp herverndarsamningnum frá 1951, svo sem Alþfl. hefur lagt til í þáltill. á þskj. 17. Beiðni um lausn úr Atlantshafsbandalaginu nú auðveldar ekki framgang þessarar kröfu, heldur torveldar hana. Þess vegna segi ég nei.

Tillgr. samþ. með 35:8 atkv., að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu

já: JK, JPálm, JS, JR, KK, KJJ, LJóh, MJ, ÓTh, PZ, PÞ, PO, SÁ, SB, SÓÓ, SkG, StgrSt, VH, AE, ÁB, BSt, BBen, EI, EirÞ, EystJ, GíslG, GíslJ, GTh, HÁ, HelgJ, HermJ, IngF, IngJ, JóhH, JörB.

nei: KGuðj, LJós, SG, HJóns, BrB, EOl, GilsG, GJóh.

EggÞ, GÍG, GÞG, HV, HG greiddu ekki atkv. 4 þm. (JJós, BÓ, EmJ, FRV) fjarstaddir.

1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkv.: