15.12.1954
Neðri deild: 31. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 139 í B-deild Alþingistíðinda. (262)

13. mál, aðstoð við togaraútgerðina

Forsrh. (Ólafur Thors):

Það er aðeins út af því, sem hv. 5. landsk. sagði í sambandi við bátana. Ég get ekki staðhæft neitt um það á þessu stigi málsins, hvað mikill bátagjaldeyririnn verður á næsta ári og hvort því fyrirkomulagi, sem þar hefur ríkt, verði haldið óbreyttu. Það mál er nú í athugun og rannsókn af hendi þeirra manna, sem f.h. ríkisins fara með það. Það væri mjög ótímabært, ef ég færi að vera með staðhæfingar í þeim efnum, og ég treysti mér a.m.k. alls ekki að staðhæfa nú, að kjör bátanna verði óhreytt á næsta ári. — Þetta vildi ég aðeins upplýsa.

Mér er hins vegar ekki kunnugt um hitt atriðið, sem hann var að tala um, að haldið væri eftir greiðslum til vissra togara. En ég man, að það barst í tal í ríkisstjórninni á sínum tíma, að það væru ýmis mál, sem væru óafgerð á milli núverandi eigenda togaranna og ríkissjóðs og eigendur hefðu ekki einn sinni fengizt til þess að ræða um, hvað þá heldur að skrifa undir þær skuldbindingar, sem raunverulega á þeim hvíla. Að öðru leyti er mér ekki kunnugt um það mál.