04.05.1955
Sameinað þing: 56. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 276 í D-deild Alþingistíðinda. (2620)

55. mál, atvinnumál í Flateyjarhreppi

Frsm. (Pétur Ottesen):

Við fyrri hluta þessarar umr. nú fyrir nokkru kom í ljós, að það gæti, þegar til framkvæmda kæmi samkv. þessari till., orkað nokkuð tvímælis, með hvaða kjörum ríkisstj. afhenti Flateyjarhreppi hraðfrystihúsið, ef hreppurinn gæti að öðru leyti uppfyllt þau skilyrði fyrir afhendingunni, sem þar um ræðir.

Í tilefni af þessu hefur fjvn. flutt við tillgr. brtt. á þskj. 643, sem tekur af öll tvímæli um þetta atriði, en samkv. því er lagt á vald ríkisstj. að meta þetta með hliðsjón af því, að hraðfrystihúsið gæti orðið þáttur í endurreisn atvinnulífsins á staðnum, en að því er stefnt með þessari þáltill.

Þetta vildi ég taka fram fyrir hönd n. í sambandi við brtt.