11.05.1955
Sameinað þing: 59. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 302 í D-deild Alþingistíðinda. (2681)

204. mál, atvinnuaukning

Fjmrh. (Eystein.n Jónsson):

Það eru aðeins örfá orð í tilefni af því, að það sýnist orðin tízka, að menn láti í ljós undrun sína, ef menn eru hissa, sbr. það, sem hæstv. forsrh. sagði hér um næsta mál á undan. Ég vildi bara segja, að ég er eiginlega alveg hissa á því, að þessi till. skuli koma hér fram. Ég veit ekki betur en að ríkisstj. hafi talað um það af og til í allan vetur að láta fara fram athugun á því, hverjar ráðstafanir væru tiltækilegar til þess að bæta úr atvinnuerfiðleikum þeirra landshluta, sem eiga við atvinnuerfiðleika að búa, ekki sízt þeirra landshluta, sem hafa orðið fyrir erfiðleikum vegna ágangs togara, og ég læt í ljós undrun mína yfir því, að þm. skuli flytja till. um það, sem stjórnin hefur rætt um og jafnvel hugsað sér að láta gera. Samt sem áður vil ég lýsa yfir því, að ég er mjög fylgjandi þessu máli og afar ánægður yfir því, að það hefur komið fram, þó að það standi svo einkennilega á, að stjórn og þingmenn hafa sýnilega áhuga fyrir sama málinu.