11.05.1955
Sameinað þing: 59. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 302 í D-deild Alþingistíðinda. (2682)

204. mál, atvinnuaukning

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Herra forseti. Það er aðeins út af þessari undrun hæstv. fjmrh. — Ég býst við, að það hafi hent hann eins og algengt er um hæstv. ráðh., að þeir eru ekki ævinlega hér í þingsölunum, þó að rædd séu mál, og að hann hafi ekki verið við fyrri umr. þessa máls og ekki veitt því athygli, sem í grg. stendur, að fyrir utan efni till. sjálfrar er hún eins konar afgreiðsla allshn. þingsins á fjórum till., sem til n. hefur verið vísað. N. vildi a. m. k. gera nokkuð hreint fyrir sínum dyrum um þau mál, sem til hennar var vísað, þó að henni þætti hyggilegast, að það væri á þennan hátt í staðinn fyrir að afgr. hverja einstaka till.