05.11.1954
Sameinað þing: 12. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 378 í D-deild Alþingistíðinda. (2707)

58. mál, vantraust á menntamálaráðherra

Páll Zóphóníasson:

Eitt af okkar góðskáldum segir, að „ást sé fædd og alin blind“. Þegar yfirsjónir eru gerðar vegna ofurástar á einhverju — málefnum, mönnum, flokkum — þá vil ég fyrirgefa þær. Þess vegna er ég ekki með tillögunni og segi nei.